„Af hverju ertu svona hræddur við brjóst?“

Fatastíllinn | 11. júlí 2022

„Af hverju ertu svona hræddur við brjóst?“

„Af hverju ertu svona hræddur við brjóst? Lítil? Stór? Vinstri? Hægri? Aðeins eitt? Kannski engin? Hvað. Er. Svona. Hræðilegt?,“ spurði leikkonan Florence Pugh á Instagram-reikningi sínum í gær, en spurningunni var beint til karlmanna sem höfðu farið ófögrum orðum um líkama hennar eftir að hún birti mynd af sér án brjóstahaldara í bleikum Valentino kjól. 

„Af hverju ertu svona hræddur við brjóst?“

Fatastíllinn | 11. júlí 2022

Leikkonan Florence Pugh í glæsilegum kjól frá Valentino.
Leikkonan Florence Pugh í glæsilegum kjól frá Valentino. Skjáskot/Instagram

„Af hverju ertu svona hræddur við brjóst? Lítil? Stór? Vinstri? Hægri? Aðeins eitt? Kannski engin? Hvað. Er. Svona. Hræðilegt?,“ spurði leikkonan Florence Pugh á Instagram-reikningi sínum í gær, en spurningunni var beint til karlmanna sem höfðu farið ófögrum orðum um líkama hennar eftir að hún birti mynd af sér án brjóstahaldara í bleikum Valentino kjól. 

„Af hverju ertu svona hræddur við brjóst? Lítil? Stór? Vinstri? Hægri? Aðeins eitt? Kannski engin? Hvað. Er. Svona. Hræðilegt?,“ spurði leikkonan Florence Pugh á Instagram-reikningi sínum í gær, en spurningunni var beint til karlmanna sem höfðu farið ófögrum orðum um líkama hennar eftir að hún birti mynd af sér án brjóstahaldara í bleikum Valentino kjól. 

Hinn 8. júlí síðastliðinn mætti leikkonan í kjólnum á tískusýningu Valentino í Róm á Ítalíu. Hún segir ummæli margra karlmanna við Instagram-færslu sína af kjólnum hafa verið mjög dónaleg.

Í kjölfarið birti Pugh aðra færslu þar sem hún tók þessi ummæli fyrir og sendi í leiðinni kraftmikil skilaboð um hlutgervingu og ljótar athugasemdir karlmanna um kvenlíkamann. „Svo margir ykkar vildu láta mig vita hversu vonsviknir þið væruð með „litlu brjóstin“ mín, eða að ég ætti að skammast mín fyrir að vera svona „flatbrjósta“,“ skrifaði hún. 

„Ég vissi það þegar ég klæddist þessum ótrúlega Valentino kjól að það væri engin leið að fólk myndi ekki tjá sig um hann. Það sem hefur verið áhugavert að horfa á og verða vitni að er hversu auðvelt það er fyrir karlmenn að gjörsamlega niðurlægja líkama konu, opinberlega, með stolti, fyrir alla að sjá. Þið gerið það meira að segja með starfsheitum og vinnutölvupósti ykkar sýnileg á reikningnum...?“

mbl.is