Myndum Vals eytt af herlögreglu í Úkraínu

Úkraína | 19. júlí 2022

Myndum Vals eytt af herlögreglu í Úkraínu

Blaðamaðurinn Valur Gunnarsson var stöðvaður af herlögreglu og leiddur að varðstöð í úkraínsku borginni Ódessu í gærkvöldi. Hann segir málið hafa endað vel, enda viti Úkraínumenn að eina von þeirra til að komast af, sé að viðhalda stuðningi Vesturlanda og í því sambandi skipti öllu máli að erlendir blaðamenn segi frá því sem fram fer í landinu.

Myndum Vals eytt af herlögreglu í Úkraínu

Úkraína | 19. júlí 2022

Valur starfar sem blaðamaður hjá Ríkisútvarpinu.
Valur starfar sem blaðamaður hjá Ríkisútvarpinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Blaðamaðurinn Valur Gunnarsson var stöðvaður af herlögreglu og leiddur að varðstöð í úkraínsku borginni Ódessu í gærkvöldi. Hann segir málið hafa endað vel, enda viti Úkraínumenn að eina von þeirra til að komast af, sé að viðhalda stuðningi Vesturlanda og í því sambandi skipti öllu máli að erlendir blaðamenn segi frá því sem fram fer í landinu.

Blaðamaðurinn Valur Gunnarsson var stöðvaður af herlögreglu og leiddur að varðstöð í úkraínsku borginni Ódessu í gærkvöldi. Hann segir málið hafa endað vel, enda viti Úkraínumenn að eina von þeirra til að komast af, sé að viðhalda stuðningi Vesturlanda og í því sambandi skipti öllu máli að erlendir blaðamenn segi frá því sem fram fer í landinu.

Í dag var Vali þó gert að skrifa undir skjal þess efnis að hann myndi ekki brjóta útgöngubannið aftur, líkt og hann gerði í gær. Að auki var myndavél hans skoðuð og nokkrum myndum eytt.

Hafði verið leyft að ganga heim

Getur þú lýst því sem gerðist í gær?

„Ég var staddur í miðbæ Ódessu um hálf ellefu og ákvað að panta bíl heim, því aðeins hálftími var eftir í útgöngubann. Yfirleitt tekur um tvær mínútur að fá Uber en nú gekk ekki neitt, væntanlega vegna þess að allir voru á leiðinni heim og allir bílar uppteknir. Á slaginu ellefu slokknaði á Uberforritinu og flestum götuljósum og nánast bænum öllum. Ég gekk af stað en var strax stöðvaður. Verðir sögðu mér að best væri að finna mér hótel í grenndinni, því um klukkutíma myndi taka að ganga alla leið heim, en þegar ég spurði hvort ég mætti halda áfram var mér leyft það.

Þegar ég gekk um í svartamyrkri, í borg fullri af taugaspenntum mönnum með alvæpni, fannst mér þetta kannski ekki besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu, sem vonandi yrði ekki sú síðasta. Skömmu síðar var ég aftur stöðvaður og nú var ákveðið að eitthvað yrði að gera við mig. Ég var látinn ganga með verði að varðstöð og kallaður til maður sem átti að taka ákvörðun,“ segir Valur í skriflegu svari til mbl.is.

Gerðir þú þér grein fyrir því að þetta útvistarbann væri svona mikið mál?

„Útivistarbann er í gildi í öllum borgum Úkraínu frá klukkan ellefu á kvöldin en greinilega mikill munur á hve hart er á því tekið. Í Kænugarði bjó ég við stóra götu og maður sá fólk úti nánast til tólf án þess að vera sérstaklega að flýta sér. En hér er öllu lokað um leið og klukkan slær og enginn kemst langt án þess að vera stöðvaður. Ástæðan er væntanlega sú að Kænugarður þykir orðinn nokkuð öruggur en hér í Ódessu er stutt til suðurvígstöðvanna og menn því varari um sig. Sumir segja að Rússar muni brátt sækja fram, aðrir að Úkraínumenn muni gera gagnárás og ýta þeim í burtu. Það kemur líklega í ljós á næstu vikum.“

Hvernig var að heyra sprengingarnar á sama tíma og þetta gerðist?

„Loftvarnarsírenur eru ekkert nýtt en þetta var í fyrsta sinn sem ég heyrði sprengingar í kjölfarið. Enginn hljóp í skjól en allir litu til himins þar sem mátti sjá ljós á hreyfingu, kannski gervihnetti eða dróna, að minnsta kosti örugglega ekki farþegaflugvélar því engar slíkar hafa flogið hér síðan stríðið hófst. Ég bjóst við að þetta myndi gera menn enn taugastrekktari en það var ekki að sjá.“

Eyddu myndum af sandpokavirkjum 

Valur hefur verið í Úkraínu í tæpan mánuð en hann starfar sem blaðamaður fyrir Ríkisútvarpið. Hann telur starfstitil sinn hafa hjálpað sér úr aðstæðunum í gær.

Telur þú að það hafi hjálpað þér í gærkvöldi að lögreglan hafi tekið eftir því að þú værir blaðamaður?

„Það skiptir öllu máli. Áður en ég kom á svæðið fékk ég úthlutað blaðamannapassa frá úkraínska hernum, auk hins íslenska. Með þeim passa eiga allir vegir að vera færir. Annar maður, sem var einnig tekinn, virtist vilja gefa í skyn að hann þekkti mig, því ég var í betri málum, þótt ég hefði aldrei séð hann áður. Enda fór þetta ekki verr en svo að mér var skutlað heim, þrátt fyrir að allir væru staddur í miðri árás. Úkraínumenn vita að eina von þeirra til að komast af er að viðhalda stuðningi Vesturlanda, og þar með almennings þar, og því skiptir öllu máli að erlendir blaðamenn segi frá því sem fram fer hér.“

Hvernig er staðan á þér í dag, varstu sendur á „uppeldisnámskeið“ blaðamanna?

„Já, mér var gert að mæta á einhvers konar kynningu í hegðun. Ég gekk inn í sal þar sem fjórir manns sátu bak við borð og bjóst ég við langri ræðu eða yfirheyrslu. Í staðinn var mér gert að skrifa undir skjal um að ég myndi ekki gera svona nokkuð aftur. Að auki báðu þeir mig um að koma með myndavélina og þurrkuðu út nokkrar myndir af sandpokavirkjum af ströndinni og öðru álíka, en virtust annars gleðjast yfir því að ég hafði meiri áhuga á að taka myndir af sögulegum minjum en hafnarmannvirkjum. Mér var því fljótlega sleppt og óskað góðs gengis.“

mbl.is