Samþykktu að reka ríkissaksóknarann

Úkraína | 19. júlí 2022

Samþykktu að reka ríkissaksóknarann

Úkraínska þingið hefur stutt beiðni Volodimírs Selenskís, forseta Úkraínu, um að reka ríkissaksóknara landsins. 

Samþykktu að reka ríkissaksóknarann

Úkraína | 19. júlí 2022

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, tilkynnti fyrir skömmu að hann ætlaði …
Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, tilkynnti fyrir skömmu að hann ætlaði að reka Irínu. AFP

Úkraínska þingið hefur stutt beiðni Volodimírs Selenskís, forseta Úkraínu, um að reka ríkissaksóknara landsins. 

Úkraínska þingið hefur stutt beiðni Volodimírs Selenskís, forseta Úkraínu, um að reka ríkissaksóknara landsins. 

„Þingmenn greiddu atkvæði með því að vísa Irínu Venediktókvu frá sem ríkissaksóknara,“ skrifaði þingmaðurinn Davik Arakhamía á samfélagsmiðlum á meðan á þingfundinum stóð.

Tveir aðrir varaþingmenn sögðu á samfélagsmiðlum að þingmenn hefðu einnig greitt atkvæði með því að víkja henni úr embætti.

Selenskí greindi frá því á laugardag að hann hefði tekið þá ákvörðun að leysa Irínu frá störfum. Hann sagði ástæðuna vera fjölda mála þar sem grunur væri um landráð úkraínskra öryggisfulltrúa.

Irína Vene­diktóva hafði leitt rannsóknaraðgerðir í tengsl­um við stríðsglæpi Rússa …
Irína Vene­diktóva hafði leitt rannsóknaraðgerðir í tengsl­um við stríðsglæpi Rússa í Bút­sja AFP
mbl.is