Fauci hættir

Kórónuveiran COVID-19 | 22. ágúst 2022

Fauci hættir

Anthony Fauci, sótt­varna­lækn­ir Banda­ríkj­anna og ráðgjafi Bandaríkjaforseta í kórónuveirufaraldrinum, mun láta af störfum í desember. Frá þessu greindi hann í dag, en Fauci var andlit baráttunnar gegn Covid-19 innan Bandaríkjanna og víðar.

Fauci hættir

Kórónuveiran COVID-19 | 22. ágúst 2022

Dr. Anthony Fauci hefur greint frá því að hann muni …
Dr. Anthony Fauci hefur greint frá því að hann muni hætta sem sóttvarnalæknir Bandaríkjanna í desember. AFP

Anthony Fauci, sótt­varna­lækn­ir Banda­ríkj­anna og ráðgjafi Bandaríkjaforseta í kórónuveirufaraldrinum, mun láta af störfum í desember. Frá þessu greindi hann í dag, en Fauci var andlit baráttunnar gegn Covid-19 innan Bandaríkjanna og víðar.

Anthony Fauci, sótt­varna­lækn­ir Banda­ríkj­anna og ráðgjafi Bandaríkjaforseta í kórónuveirufaraldrinum, mun láta af störfum í desember. Frá þessu greindi hann í dag, en Fauci var andlit baráttunnar gegn Covid-19 innan Bandaríkjanna og víðar.

Fauci segir í tilkynningu að hann muni bæði láta af störfum bæði sem sóttvarnalæknir og ráðgjafi Joe Bidens Bandaríkjaforseta, en tekur þó fram að hann sé ekki sestur í helgan stein.

Fauci er 81 árs gamall og hafði áður greint frá því að hann hygðist láta af störfum áður en kjörtímabil Bidens lyki. Sagðist hann í desember ætla að taka skref í átt að næsta kafla á sínum starfsferli.

mbl.is