Asovstal-hetjur frjálsar í fangaskiptum

Úkraína | 22. september 2022

Asovstal-hetjur frjálsar í fangaskiptum

Þrátt fyrir aukna spennu á milli Rússlands og Úkraínu, eftir að tilkynnt var um herkvaðningu varaliða í gærmorgun, fóru stærstu fangaskipti í stríðinu til þessa fram í morgun. 

Asovstal-hetjur frjálsar í fangaskiptum

Úkraína | 22. september 2022

Vasyl Maliuk, yfirmaður þjóðaröryggisþjónustu Úkraínu faðmar að sér herfanga.
Vasyl Maliuk, yfirmaður þjóðaröryggisþjónustu Úkraínu faðmar að sér herfanga. Ljósmynd/Varnarmálaráðuneyti Úkraínu

Þrátt fyrir aukna spennu á milli Rússlands og Úkraínu, eftir að tilkynnt var um herkvaðningu varaliða í gærmorgun, fóru stærstu fangaskipti í stríðinu til þessa fram í morgun. 

Þrátt fyrir aukna spennu á milli Rússlands og Úkraínu, eftir að tilkynnt var um herkvaðningu varaliða í gærmorgun, fóru stærstu fangaskipti í stríðinu til þessa fram í morgun. 

Rússar létu 215 fanga lausa, þeirra á meðal mennirnir sem vörðust dögum og vikum saman í Asovstal-verksmiðjunni í Maríupol og álitnir eru þjóðarhetjur. 

Ekki eru um alla Asovstal-hermennina að ræða en þeir voru alls um 900.

Í staðinn sendu Úkraínumenn 55 rússneska hermenn til síns heima, auk stjórnmálamannsins Vikto Medevedstjúk, sem styður baráttu Rússlands og hafði verið handtekinn fyrir landráð. 

Andrij Yermak, skrifstofustjóri Vladimírs Selenskís, forseta Úkraínu, fagnaði mjög niðurstöðu samningaviðræðna eftir „gífurlega vinnu“ sem fór fram með hjálp Tyrklands og Sádí-Arabíu.

Við fangaskipti í nótt.
Við fangaskipti í nótt. Ljósmynd/Varnarmálaráðuneyti Úkraínu
mbl.is