Nánum bandamanni Pútíns sleppt úr haldi

Úkraína | 22. september 2022

Nánum bandamanni Pútíns sleppt úr haldi

Viktor Medvedtsjúk, sem er náinn bandamaður Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta, er á meðal þeirra fanga sem rússnesk og úkraínsk stjórnvöld hafa skipst á, en að auki hafa 55 rússneskir hermenn fengið að snúa aftur til síns heima. 

Nánum bandamanni Pútíns sleppt úr haldi

Úkraína | 22. september 2022

Viktor Medvedtsjúk var handsamaður í apríl en hefur nú verið …
Viktor Medvedtsjúk var handsamaður í apríl en hefur nú verið sleppt. AFP

Viktor Medvedtsjúk, sem er náinn bandamaður Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta, er á meðal þeirra fanga sem rússnesk og úkraínsk stjórnvöld hafa skipst á, en að auki hafa 55 rússneskir hermenn fengið að snúa aftur til síns heima. 

Viktor Medvedtsjúk, sem er náinn bandamaður Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta, er á meðal þeirra fanga sem rússnesk og úkraínsk stjórnvöld hafa skipst á, en að auki hafa 55 rússneskir hermenn fengið að snúa aftur til síns heima. 

Frá þessu greinir Denis Pushilin, leiðtogi aðskilnaðarsinna sem njóta stuðnings Rússa í austurhluta Úkraínu. 

Medvedtsjúk, sem er 68 ára gamall, er einn ríkasti maður Úkraínu og hann segir að Pútín sé guðfaðir yngstu dóttur sinnar. 

Úkraínskar sérsveitir handsömuðu hann í apríl eftir að hann flúði úr stofufangelsi sem hann var í. 

Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir að hermennirnir hafi verið fluttir til Rússlands þar sem þeir gangast undir læknisskoðun. Ráðuneytið fullyrðir að hermennirnir hafi verið í lífshættu á meðan þeir voru í haldi Úkraínumanna. 

Ekki fylgir sögunni hvert var farið með Medvedtsjúk. 

Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur jafnframt birt myndskeið sem er sagt vera af hermönnunum sem var sleppt. Í því sjást menn í einkennisfatnaði yfirgefa flugvél um miðja nótt. 

Úkraínumenn hafa í staðinn fengið afhenta 215 einstaklinga, þar á meðal bardagamenn sem fóru fyrir varnaraðgerðum í Azovstal-stálverksmiðjunni í Maríupol, sem varð táknmynd andspyrnu úkraínsku þjóðarinnar. 

„Við vorum reiðubúnir að greiða slíkt gjald, við afhentum 215 manns, þar á meðal stríðsglæpamenn,“ sagði Pushilin, sem er að öllum líkindum að vísa til ofangreindra bardagamanna. Um er að ræða sjálfboðaliða deildar sem gekk síðar inn í Úkraínuher. 

mbl.is