Gagnrýna Íran fyrir að útvega Rússum vopn

Úkraína | 23. september 2022

Gagnrýna Íran fyrir að útvega Rússum vopn

Yfirvöld í Úkraínu gagnrýndu í dag yfirvöld í Íran fyrir að útvega Rússum vopn.

Gagnrýna Íran fyrir að útvega Rússum vopn

Úkraína | 23. september 2022

Selenskí Úkraínuforseti.
Selenskí Úkraínuforseti. AFP

Yfirvöld í Úkraínu gagnrýndu í dag yfirvöld í Íran fyrir að útvega Rússum vopn.

Yfirvöld í Úkraínu gagnrýndu í dag yfirvöld í Íran fyrir að útvega Rússum vopn.

Gagnrýnin kemur í kjölfar þess að úkraínskur borgari var veginn í árás Rússa á hafnarborgina Odessa í Úkraínu, en árásin var að hluta til framkvæmd með notkun dróna sem framleiddir eru í Íran.

„Notkun íranskra vopna af hálfu rússneskra hersveita er skref sem Íran hefur tekið gegn fullveldi okkar sem og gegn lífi og heilsu úkraínskra borgara,“ skrifar Sergí Nykyforov, talsmaður Volodimír Selenskí, Úkraínuforseta, á Facebook í dag. 

mbl.is