Einu skólarnir sem ekki var lokað

Kórónuveiran Covid-19 | 4. október 2022

Íslenskir og sænskir skólar þeir einu sem ekki var lokað

Ísland og Svíþjóð hafa algera sérstöðu meðal ríkja OECD þegar kemur að lokunum skóla í Covid-19-faraldrinum. Þau eru einu ríkin þar sem kennsla féll aldrei alveg niður á unglingastigi skólaárið 2019-2020.

Íslenskir og sænskir skólar þeir einu sem ekki var lokað

Kórónuveiran Covid-19 | 4. október 2022

Kórónuveirufaraldurinn hafði gríðarleg áhrif á starfsemi á öllum skólastigum í …
Kórónuveirufaraldurinn hafði gríðarleg áhrif á starfsemi á öllum skólastigum í landinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ísland og Svíþjóð hafa algera sérstöðu meðal ríkja OECD þegar kemur að lokunum skóla í Covid-19-faraldrinum. Þau eru einu ríkin þar sem kennsla féll aldrei alveg niður á unglingastigi skólaárið 2019-2020.

Ísland og Svíþjóð hafa algera sérstöðu meðal ríkja OECD þegar kemur að lokunum skóla í Covid-19-faraldrinum. Þau eru einu ríkin þar sem kennsla féll aldrei alveg niður á unglingastigi skólaárið 2019-2020.

Þetta kemur fram í árlegri menntaskýrslu OECD, Education at Glance, þar sem í ár er að finna sérstakan kafla sem helgaður er áhrifum Covid-faraldursins á menntakerfi aðildarríkjanna.

Til samanburðar voru skólar á unglingastigi lokaðir í meira en 45 daga í helmingi þeirra OECD-ríkja sem þátt tóku í könnuninni. Mestar voru lokanir á unglingastigi í Costa Ríka, þar sem skólar voru alveg lokaðir í 175 daga samtals.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

mbl.is