Kornasamningurinn framlengdur um 120 daga

Úkraína | 17. nóvember 2022

Kornasamningurinn framlengdur um 120 daga

Samningar um kornútflutning frá Úkraínu um Svarta hafið, sem geta haft veruleg áhrif á fæðuöryggi um heim allan, hafa verið framlengdir um 120 daga. 

Kornasamningurinn framlengdur um 120 daga

Úkraína | 17. nóvember 2022

Úkraína er einn helsti framleiðandi og útflutningsland korns í heiminum.
Úkraína er einn helsti framleiðandi og útflutningsland korns í heiminum. AFP

Samningar um kornútflutning frá Úkraínu um Svarta hafið, sem geta haft veruleg áhrif á fæðuöryggi um heim allan, hafa verið framlengdir um 120 daga. 

Samningar um kornútflutning frá Úkraínu um Svarta hafið, sem geta haft veruleg áhrif á fæðuöryggi um heim allan, hafa verið framlengdir um 120 daga. 

Úkraína er eitt helsta útflutningsland kornmetis í heiminum en aðfangakeðjur og útflutningur hafa truflast verulega vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 

Samningurinn á milli Rússlands og Úkraínu, með aðkomu stjórnvalda í Tyrklandi og Sameinuðu þjóðanna, hefur tryggt útflutning yfir ellefu milljón tonna af korni og annarra landbúnaðarvara frá úkraínskum höfnum frá því í ágúst. 

Fyrri samningurinn hefði runnið út á laugardaginn, hefðu ekki náðst samningar um framlengingu. 

Í morgun tilkynntu úkraínskir og tyrkneskir embættismenn um að samningar hefðu náðst um framlengingu upp á fjóra mánuði undir sömu skilyrðum. 

mbl.is