Lvív rafmagnslaus eftir árás

Úkraína | 23. nóvember 2022

Lvív rafmagnslaus eftir árás

Öll borgin Lvív í Vestur-Úkraínu er án rafmagns eftir miklar flugskeytaárásir Rússa á hana og fleiri borgir í Úkraínu í dag, þar á meðal höfuðborgina Kænugarð. „Öll borgin er rafmagnslaus. Við bíðum upplýsinga frá sérfræðingum,“ skrifar Andriy Sadovyi borgarstjóri á samfélagsmiðla.

Lvív rafmagnslaus eftir árás

Úkraína | 23. nóvember 2022

Björgunarmaður á ferð í húsarústum í Vilníansk í Zaporizhzhia-héraðinu eftir …
Björgunarmaður á ferð í húsarústum í Vilníansk í Zaporizhzhia-héraðinu eftir árásirnar í dag. AFP/Katerina Klochko

Öll borgin Lvív í Vestur-Úkraínu er án rafmagns eftir miklar flugskeytaárásir Rússa á hana og fleiri borgir í Úkraínu í dag, þar á meðal höfuðborgina Kænugarð. „Öll borgin er rafmagnslaus. Við bíðum upplýsinga frá sérfræðingum,“ skrifar Andriy Sadovyi borgarstjóri á samfélagsmiðla.

Öll borgin Lvív í Vestur-Úkraínu er án rafmagns eftir miklar flugskeytaárásir Rússa á hana og fleiri borgir í Úkraínu í dag, þar á meðal höfuðborgina Kænugarð. „Öll borgin er rafmagnslaus. Við bíðum upplýsinga frá sérfræðingum,“ skrifar Andriy Sadovyi borgarstjóri á samfélagsmiðla.

Enn fremur er vatnsveitukerfi borgarinnar skaddað eftir árásina og í Kænugarði er greint frá miklu tjóni á mikilvægum innviðum borgarinnar auk þess sem íbúðarhús höfðu orðið fyrir skeytum. Loftvarnaflautur gullu í fjölda borga fyrir árásina.

Þá greinir Óskar Hallgrímsson, sem búsettur er í Úkraínu, frá því að rafmagn sé einnig farið af Kænugarði. Alls eru þrír látnir og sex særðir eftir árásirnar. Segir hann enn fremur rafmagnslaust í Moldóvu eftir árásir sem þar voru gerðar. Hafi flugskeytum verið skotið þangað mínútum eftir að Evrópusambandið lýsti Rússland hryðjuverkaríki.

Rússar hafa upp á síðkastið hert árásir sínar á raforkudreifikerfi landsins auk þess sem embættismenn greina frá því í fjölmiðlum að innrásarherinn herði nú einnig árásir í Suður-Úkraínu. Varaði héraðsstjóri Mykolaiv-héraðs almenning við fjölda flugskeyta sem kæmu úr suðri og austri.

Þá lést nýfætt barn í Zaporizhzhia-héraði þegar flugskeyti hæfði fæðingardeild þar. Rússar hafa ekki tjáð sig um árásir dagsins.

BBC

mbl.is