„Óforsvaranlegar hækkanir leiguverðs“

Húsnæðismarkaðurinn | 8. desember 2022

„Óforsvaranlegar hækkanir leiguverðs“

Fjármálaráðherra segir hækkanir á leigu hjá fasteignafélaginu Ölmu vera óforsvaranlegar. Ásthildur Lóa Þórisdóttir, þingmaður Flokks fólksins segir að nú standi heimilin frammi fyrir þeim erfiðleikum sem hún spáði fyrir. Hún segir að nú sé kominn tími á að setja neyðarlög til þess að verja heimilin.

„Óforsvaranlegar hækkanir leiguverðs“

Húsnæðismarkaðurinn | 8. desember 2022

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjármálaráðherra segir hækkanir á leigu hjá fasteignafélaginu Ölmu vera óforsvaranlegar. Ásthildur Lóa Þórisdóttir, þingmaður Flokks fólksins segir að nú standi heimilin frammi fyrir þeim erfiðleikum sem hún spáði fyrir. Hún segir að nú sé kominn tími á að setja neyðarlög til þess að verja heimilin.

Fjármálaráðherra segir hækkanir á leigu hjá fasteignafélaginu Ölmu vera óforsvaranlegar. Ásthildur Lóa Þórisdóttir, þingmaður Flokks fólksins segir að nú standi heimilin frammi fyrir þeim erfiðleikum sem hún spáði fyrir. Hún segir að nú sé kominn tími á að setja neyðarlög til þess að verja heimilin.

Ásthildur tók fyrir tvö mál fyrir í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi. Annars vegar mál 65 ára gamallrar konu þar sem leigan mun hækka um 65.000 kr. frá febrúar og hins vegar erlendrar konu þar sem leigan mun hækka um 60.000 kr. frá febrúar.

„Formanni VR barst póstur frá 65 ára konu sem fékk tilkynningu um hækkun á leigu upp á 75.000 kr. á mánuði. Leiga hennar á að hækka úr 250.000 í 325.000 kr. eða um 30%. Bréfið barst 30. nóvember. Hún þarf að láta vita sem fyrst, eða í síðasta lagi 1. janúar, hvort hún þiggi þessa afarkosti og er þetta ekki einsdæmi. Leigufélagið Alma vildi greinilega senda jólaglaðning á fleiri viðskiptavini sína en erlend kona setti færslu á Facebook þar sem hún sagði frá 60.000 kr. hækkun leigu á 67 fermetra íbúð sem frá og með febrúar verður 310.000 kr. Ég ítreka að leigufélagið Alma hagnaðist um 12,4 milljarða á síðasta ári,“ sagði Ásthildur.

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins.
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Óforsvaranlegar hækkanir

Bjarni segir það vera óforsvaranlegt út frá þessu tiltekna dæmi að gengið sé jafn langt gagnvart fólki eins og hafi verið. Hann segir að huga verði að þeim sem eru í sem veikastri stöðu.

„Viðbrögð okkar við þessari stöðu hljóta ávallt að vera þau að huga að þeim sem eru í veikastri stöðu. Það hefur ríkisstjórnin gert með margvíslegum úrræðum. Við höfum verið að hækka bætur almannatrygginga. Við erum að boða hækkun á húsnæðisbótagreiðslunum. Við erum sömuleiðis á undanförnum árum búin að beita okkur fyrir skattalækkunum sem sérstaklega gagnast þeim sem eru með minnst á milli handanna.“

Krefst þess að neyðarlög verði sett

Ásthildur krefst þess að neyðarlög verði sett til þess að verja heimilin fyrir þessum hækkunum og að böndum verði komið á leigumarkaðinn:

„Ef fólk á leigumarkaði missir heimili sitt, hvert á það fara? Eftir hverju er ráðherra að bíða áður en gripið er til aðgerða til að verja heimilin? Er ráðherra tilbúinn til að verja heimilin með því að tryggja með lögum að enginn, hvorki leigjendur né lánþegar, missi heimili sín í því ástandi sem nú er?“ spurði Ásthildur fjármálaráðherra.

Bjarni Benediktsson sagði ljóst að ekki væri hægt að þola hvaða framkomu sem er gagnvart leigjendum en að á sama tíma yrði að tryggja að nýju jafnvægi yrði náð á húsnæðismarkaði. Þannig að framboðshliðin yxi og að ekki væri gripið til aðgerða sem beinlínis drægju úr framboði á leigumarkaði.

mbl.is