Húsnæðismarkaðurinn

Séríslenska leiðin eða skynsamlega leiðin

16.2. Það eru allir sammála um að það vantar mikinn fjölda íbúða á Íslandi, en erfiða spurningin er hvort fara eigi séríslenska leið átaksverkefna með tilheyrandi uppsveiflu og niðursveiflu í kjölfarið eða skynsamlegri leið yfir lengra tímabil. Meira »

1.000 milljarða fjárfesting á 3 árum

15.2. Framleiðni í byggingariðnaði vex hægar en í öðrum greinum og hefur það skaðleg áhrif á íbúðamarkað á sama tíma og búist er við meira þúsund milljarða fjárfestingu í mannvirkjum á Íslandi næstu þrjú árin. Aukin framleiðni í byggingariðnaði myndi stuðla að ódýrari íbúðum og leiða til þess að húsnæðisvandi þjóðarinnar leysist hraðar en nú er raunin. Meira »

Engar skjótar lausnir í húsnæðismálum

8.2. Félagsmálaráðherra segir mikilvægt að brugðist verði við þeim vanda sem við blasir á húsnæðismarkaði á Íslandi. Hann tekur þó fram að engar skammtímalausnir séu til í húsnæðismálum. Þörf sé á auknum fjárveitingum inn í almenna íbúðakerfið og efla verði húsnæðisáætlanir sveitarfélaga. Meira »

Sterkt samband milli framboðs og verðþróunar

6.2. Skýrar vísbendingar eru um að verðþróun íbúða á höfuðborgarsvæðinu hafi á undanförnum misserum staðið í sterku sambandi við þann fjölda íbúða sem skráðar eru til sölu í hverjum mánuði. Meira »

Þörf fyrir 2.200 nýjar íbúðir á ári

30.1. Íbúðum þyrfti að fjölga um 17 þúsund á árunum 2017-2019 til að mæta uppsöfnuðum skorti og undirliggjandi þörf. Ólíklegt að uppsafnaður skortur á íbúðum frá árinu 2012 hverfi alveg á næstu tveimur árum. Unga fólkið flytur seinna að heiman og gamla fólkið býr lengur heima. Meira »

1,5 milljóna gjald á 100 fermetra íbúð

23.1. Reykjavíkurborg innheimtir sem svarar 1,5 milljónum króna í innviðagjald á hverja 100 fermetra í fyrirhuguðum íbúðum í Furugerði við Bústaðaveg. Gjaldið kemur til viðbótar gatnagerðargjaldi. Það nemur samtals um 50 milljónum króna. Meira »

Kaflaskil á fasteignamarkaði

17.1. Tími mikilla verðhækkana virðist nær örugglega vera liðinn og vænta má að meiri ró verði á þessum markaði á næstu misserum að mati hagfræðideildar Landsbankans. Meira »

Minni spurn eftir leiguhúsnæði

10.1. Könnun meðal landsmanna, sem framkvæmd var í desember, bendir til þess að færri séu nú á leigumarkaði en í síðustu mælingu, sem var gerð þremur mánuðum áður eða í september. Marktækt færri sögðust leigja af einkaaðilum í desember, samanborið við september. Meira »

Íbúðaverð á niðurleið

10.1. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,7% milli mánaða í nóvember og var það í fyrsta skipti sem lækkun mælist milli mánaða síðan í apríl 2015. Í fyrsta skipti síðan í júní 2014 lækkuðu bæði fjölbýli og sérbýli í verði milli mánaða. Meira »

„Komin með landakort að framtíðinni“

23.12. Á næstu vikum munu borgaryfirvöld funda með eigendum lóða á Skeifusvæðinu um næstu skref í þróun og uppbyggingu svæðisins. Borgarstjóri segir nýtt rammaskipulag landakort að framtíð svæðisins. Hann gerir ráð fyrir að fljótlega verði hafist handa við breytingar, en að margt muni taka langan tíma. Meira »

750 íbúðir og tvöfalt byggingarmagn

22.12. Nýtt rammaskipulag fyrir Skeifusvæðið var samþykkt í borgarráði Reykjavíkur í gær, en þar er gert ráð fyrir heildar endurskipulagningu svæðisins þar sem stór hluti húsanna á svæðinu verður endurbyggður. 750 íbúðir eiga að vera á svæðinu, bílastæðahús og aukið þjónusturými. Meira »

Aðeins 5% fasteignaviðskipta eru með nýjar íbúðir

11.12. Viðskipti með nýjar íbúðir voru aðeins um 5% af heildarfjölda fasteignaviðskipta í október. Á árunum 2002-2008 voru viðskipti með nýjar íbúðir að meðaltali um 16% af heildarfjölda fasteignaviðskipta í hverjum mánuði. Meira »

40% leigjenda þiggja bætur

5.12. Um 40% leigjenda þiggja húsnæðisbætur samkvæmt könnunum Íbúðalánasjóðs. Tölur um greiddar húsnæðisbætur sýna að í október fengu um 14.100 heimili húsnæðisbætur, eða samtals um 26 þúsund manns, 8% allra landsmanna. Meira »

Fasteignaverð rýkur upp á Akureyri

5.12. Fasteignamarkaðurinn á Akureyri hefur tekið við sér upp á síðkastið. Í október hafði fasteignaverð á Akureyri hækkað um 21% milli ára, sem er mesta hækkun á ársgrundvelli sem orðið hefur þar í bæ frá því um mitt ár 2006. Meira »

Eiga ekki fyrir útborgun

21.11. Fjárhagsstaða leigjenda hefur batnað sl. 2 ár en samt hafa þeir ekki efni á að kaupa íbúð. Hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði segir leigumarkaðinn óheilbrigðan þegar fólk ver að meðaltali 42% ráðstöfunartekna í leigu. „Húsnæði er mannréttindi en ekki hefðbundin markaðsvara,“ segir hann. Meira »

Efast um fólksfjölgunarspá

14.11. Greiningardeild Arion banka hefur ákveðnar efasemdir um að fólksfjölgunin verði jafnmikil hér á landi og Hagstofan hefur spáð. Lítið samræmi sé milli hennar og hagvaxtarspár. Ef spá Hagstofunnar gengur eftir muni ástandið á húsnæðismarkaði versna talsvert. Meira »

90% vaxtabóta fara til efnameiri

10.11. Vaxtabætur nýtast síst þeim efnaminnstu á húsnæðismarkaðnum samkvæmt úttekt sem Íbúðalánasjóður hefur unnið. Þar kemur fram að 90% af vaxtabótum fari til efnameiri helmings þjóðarinnar. Meira »

400-600 nýjar íbúðir á Kringlureit

8.11. Heildarbyggingarmagn á Kringlureitnum gæti aukist um 150%, eða sem nemur 150 þúsund fermetrum, á komandi árum gangi áform eftir í tengslum við vinningstillögu fyrir svæðið sem kynnt var í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Meira »

72% íbúða seldar á undirverði

7.11. Íbúðir seljast að meðaltali undir ásettu verði á öllum markaðssvæðum á landinu. Það á jafnt við um miðborg Reykjavíkur, úthverfi borgarinnar og á landsbyggðinni. Í september seldust um 72% íbúða á höfuðborgarsvæðinu undir ásettu verði, en 14% á ásettu verði og 14% yfir ásettu verði. Meira »

Borgin fær Sjómannaskóla- og Veðurstofulóð

26.10. Borgarráð Reykjavíkur hefur staðfest samningsniðurstöðu fjármála- og efnahagsráðuneytisins og borgarinnar um að ríkið afsali sér Sjómannaskóla- og Veðurstofulóð til borgarinnar. Gert er ráð fyrir að í það minnsta 270 litlar og hagkvæmar íbúðir fyrir stúdenta, ungt og efnaminna fólk rísi á lóðunum. Meira »

Verðið er byrjað að lækka

25.10. Meðalverð seldra íbúða í fjölbýli í tveimur hverfum í Reykjavík lækkaði milli 2. og 3. ársfjórðungs. Þetta má lesa úr greiningu Þjóðskrár Íslands fyrir Morgunblaðið. Meira »

Tuga milljarða íbúðakaup

24.10. Kaup borgarinnar á 500-700 félagslegum íbúðum á næstu fimm árum gætu kostað 18,3-25,6 milljarða. Er þá miðað við meðalverð íbúða sem borgin hefur keypt undanfarið. Meira »

Færri búa í leiguhúsnæði

20.10. Þeim Íslendingum sem búa í leiguhúsnæði hefur fækkað um 3,5% á síðastliðnum 12 mánuðum. Á móti hefur þeim sem búa í foreldrahúsum fjölgað um tæp 2 prósentustig. Meira »

Allt að 5.000 íbúðir til leigu á Airbnb

18.10. Á bilinu 4.500 til 5.000 heilar íbúðir eru til leigu á Airbnb á landinu öllu samkvæmt nýjum gögnum sem Seðlabankinn festi kaup á frá greiningarfyrirtækinu AirDNA sem fylgist meðal annars með og greinir umsvif gistiþjónustufyrirtækisins alþjóðlega. Meira »

Tvöfalt lengur að selja íbúð

18.10. Um árabil hafði meðalfjöldi auglýstra eigna á fasteignavef mbl.is farið minnkandi, en síðastliðið hálft ár hefur þeim fjölgað um 81%. Enn er fjöldinn þó langt frá fyrri hæðum. Á sama tímabili nær tvöfaldaðist meðalsölutími íbúða, en er þó enn skammur í sögulegu samhengi. Meira »

Vöxturinn er ævintýralegur

18.10. Seðlabankinn metur það svo að lánveitingar í ferðaþjónstu og til fasteignakaupa hafi ekki náð hættumörkum. Vöxtur ferðaþjónustunnar hefur verið ævintýralegur, segir í nýju riti Seðlabanka Íslands, Fjármálastöðugleika. Meira »

Fasteignaverð hækkar um 19,6%

18.10. Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað svipað undanfarna tvo mánuði en hækkunin er minni en mánuðina á undan. Árshækkunin er 19,6%. Meira »

Hyggjast leysa húsnæðisvandann

16.10. Áherslur flokkanna í húsnæðismálum fyrir komandi alþingiskosningar eru misjafnar ef skoðaðar eru heimasíður þeirra. Málaflokkurinn hefur verið mikið í umræðinu í þjóðfélaginu undanfarin misseri . Sérstaklega hefur verið rætt um erfiðleika ungs fólks við að komast inn á húsnæðismarkaðinn og hátt verð á leigumarkaðnum. Meira »

4-5 milljarða undir meðaltalinu

16.10. Þegar horft er til meðaltals á síðustu 15 árum yfir húsnæðisstyrki hvers konar sem hið opinbera veitir sést að í ár og í fyrra eru slíkir styrkir um 4-5 milljörðum undir meðaltali. Í ár setur hið opinbera í heild um 23 milljarða í húsnæðisstyrki. Meira »

Enginn séns og engin von hér á landi

16.10. „Eins mikið og mig langar að búa á Íslandi, ég elska Ísland og vil ekki fara frá mömmu sem er sjúklingur, þá erum við flutt til Danmerkur.“ Þetta sagði Guðný Ásta Tryggvadóttir, en hún var ein fjögurra kvenna sem fluttu erindi um upplifun sína af leigumarkaði á Húsnæðisþingi Íbúðalánasjóðs í dag. Meira »