Húsnæðismarkaðurinn

Framboð án fordæma

05:30 Fasteignaþróunarfélagið Rauðsvík hefur sett 70 nýjar íbúðir á sölu við Hverfisgötu í Reykjavík. Síðar á árinu hyggst félagið hefja sölu nýrra íbúða í öðrum húsum við götuna. Íbúðirnar sem eru að koma í sölu eru á Hverfisgötu 85-93. Meira »

Þinglýst eignarhald verður ekki skilyrði

16.4. Fallið hefur verið frá því að gera þinglýst eignarhald að skilyrði fyrir skráningu heimagistingar, í endanlegum frumvarpsdrögum um breytingar á ákvæðum sem varða heimagistingu og eftirlit með henni. Þetta staðfestir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra ferðamála í svari við fyrirspurn mbl.is. Meira »

Verður allt of mikið byggt af íbúðum?

15.4. Hagfræðideild Landsbankans veltir vöngum yfir því hvort byggt verði allt of mikið af íbúðum á höfuðborgarsvæðinu. Hún bendir á, að Hagstofan hafi enn ekki birt upplýsingar um byggingu íbúðarhúsnæðis á síðasta ári. Upplýsingastreymi um byggingarstarfsemi hafi ekki batnað mikið í núverandi uppsveiflu og enn renni menn jafn blint í sjóinn með byggingarmagn, staðsetningu og tegundir húsnæðis í byggingu. Meira »

Fær að nýta séreignasparnaðinn

15.4. Yfirskattanefnd hefur fallist á kröfu einstaklings um að hann fái að ráðstafa séreignarsparnaði vegna kaupa á sinni fyrstu íbúð. Hann átti 85% í íbúðinni en foreldrar hans keyptu 7,5% hvort. Meira »

Tekjuaðferðin algjörlega lögmæt

12.4. Þjóðskrá Íslands var í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag sýknuð af kröfum fyrirtækisins Trausttaks ehf., í máli sem snerist um útreikninga Þjóðskrár á fasteignamati á atvinnuhúsnæði. Fyrirtækið er ósátt við það að fasteignamat eignar þess hafi hækkað um nær 100% frá árinu 2014. Meira »

Ber að leita fyrst eftir heimild

12.4. Dómsmálaráðuneytið hefur sent Reykjavíkurborg bréf vegna fyrirhugaðrar byggingar Lindarvatns ehf. á hóteli á svokölluðum Landsímareit og þar á meðal á svæði sem áður var kirkjugarður, Víkurgarður. Meira »

Lágt hlutfall ódýrari íbúða

12.4. Greining Samtaka iðnaðarins bendir til að hlutfallslega fáar nýjar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu séu ódýrar. Til dæmis sé fimmta hver íbúð í smíðum á dýrum svæðum í miðborginni. Meira »

Óvíst um aðkomu lífeyrissjóða

11.4. Umræða um fjárfestingu í húsnæðisfélaginu Blæ virðist vera skammt á veg komin á vettvangi lífeyrissjóða.  Meira »

Minni áhugi á nýbyggingum

9.4. Hlutfallslega færri nýbyggingar voru seldar á höfuðborgarsvæðinu í febrúar samanborið við mánuðinn á undan. Það sem af er ári hafa 120 nýbyggingar verið seldar á höfuðborgarsvæðinu en til samanburðar seldust 276 nýjar íbúðir á fyrstu tveimur mánuðum ársins 2018. Meira »

Viðurkenna lánakjör sem kjaramál

7.4. „Við eigum eftir að grannskoða þetta, en við fyrstu sýn lítur þetta bara vel út. Í þessum tillögum eru tekin skref til þess að taka á þessari skelfilegu stöðu sem er á húnæðismarkaði,“ segir Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, í samtali við mbl.is. Meira »

„Satt best að segja snargalið“

7.4. Það er misskilningur að lækkun vaxta komi heimilunum til góða og galið að takmarka lánstíma verðtryggðra lána, sagði Gylfi Magnússon, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands, í þættinum Þingvöllum á K100 í morgun. Meira »

Best væri að auka framboð íbúða

6.4. „Þær íbúðir sem eru að koma á markaðinn núna eru ekki fyrir ungt fólk, þær eru allt of dýrar og það er skortur á litlum hagkvæmum íbúðum. Að mínu viti er alltaf best að taka á svona máli frá framboðshliðinni,“ segir Ásgeir Jónsson, dósent við hagfræðideild Háskóla Íslands. Meira »

Ríkið styðji við íbúðakaup

6.4. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir hugmyndir um eiginfjárlán ríkisins til íbúðakaupa verða skoðaðar með lagasetningu í huga. Slík lán geti stutt tekjulága á markaðnum. Meira »

Ungt fólk einfaldlega að gefast upp

5.4. Þær fjórtán tillögur sem voru kynntar í dag til að auðvelda ungu fólki og tekjulágum að eignast húsnæði eru löngu tímabærar að mati Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR. Meira »

Aðstoða þá sem höllustum fæti standa

5.4. Eiginfjárlán að breskri fyrirmynd og 3,5% iðgjald sem má ráðstafa inn á fasteignir hjá ungu fólki eru megintillögurnar sem stjórnvöld í samráði við aðila vinnumarkaðarins eru sammála um vinna áfram. Meira »

„Risastórt framfaraskref“

5.4. „Við erum að stíga risastórt framfaraskref á húsnæðismarkaði eiginlega frá öllum hliðum,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, á fundi í húsnæði Íbúðalánasjóðs þar sem skýrsla starfshóps um húsnæðismál ungs fólks og tekjulágra voru kynnt . Meira »

14 tillögur fyrir ungt fólk og tekjulága

5.4. Starfshópur félagsmálaráðherra um lækkun þröskulds ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkaðinn hefur lagt fram fjórtán tillögur að bæði nýjum og breyttum úrræðum til að auðvelda þeim að eignast húsnæði. Meira »

Streymt beint frá fundi um íbúðamál

5.4. Streymt verður beint frá kynningarfundi í höfuðstöðvum Íbúðalánasjóðs í Borgartúni þar sem ný skýrsla starfshóps félagsmálaráðherra um lækkun þröskulds ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkað verður kynnt. Meira »

Að hægjast á uppbyggingu íbúða

28.3. Samkvæmt nýrri talningu Samtaka iðnaðarins í mars hefur íbúðum sem eru á fyrstu byggingarstigum á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. að fokheldu, fækkað um 4,1% frá síðustu talningu í september. Slíkar íbúðir voru 2.558 talsins í mars. Meira »

Íbúðir á Kirkjusandi í sölu í vor

24.3. Fyrstu íbúðirnar í nýju hverfi á Kirkjusandi fara í sölu í vor. Stefnt er að afhendingu fyrstu íbúða um næstu áramót.   Meira »

Lækkun milli mánaða ekki meiri frá 2010

19.3. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 1,0% í febrúar samkvæmt nýbirtum tölum Þjóðskrár Íslands. Er þetta mesta lækkun sem hefur sést milli mánaða síðan í desember 2010, þegar íbúðaverð lækkaði um 1,2% milli mánaða. Meira »

Markaðurinn vill notadrjúgar íbúðir

15.3. Framkvæmdir eru langt komnar við byggingu alls níu lítilla fjórbýlishúsa, með 36 íbúðum, við Álalæk í svonefndu Hagalandi á Selfossi. Meira »

Óseldar íbúðir skipti hundruðum

14.3. Séu tölur Íbúðalánasjóðs og Þjóðskrár skoðaðar í samhengi verður ekki betur séð en óseldar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu skipti hundruðum. Þetta kemur fram í umræðupistli hagfræðideildar Landsbankans. Meira »

Ekki fleiri íbúðir settar á sölu í sjö ár

12.3. 1.880 íbúðir voru settar á sölu í janúar og er þetta mesta framboð sem hefur mælst undanfarin sjö ár að því er fram kemur í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. Voru 154% fleiri nýjar íbúðir settar á sölu árið 2018 en árið á undan og er íslenski fasteignamarkaðurinn nú sagður einkennast af byggingu nýrra íbúða. Meira »

Liðsinntu mörg hundruð leigjendum

8.3. Leigjendaaðstoð Neytendasamtakanna bárust alls 1.095 erindi árið 2018 og hafði milligöngu í 22 málum, sem flest lutu að endurgreiðslu á tryggingarfé, eða 10 mál. Þau mál fóru öll fyrir kærunefnd húsamála sem úrskurðaði leigjendum í hag að öllu leyti eða að hluta. Meira »

Tímabært að afnema stimpilgjaldið

5.3. „Það er kominn tími á að þessi skattur verði afnuminn með öllu á einstaklinga,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir flutningsmaður frumvarps um afnám stimpilgjalda á íbúðakaup einstaklinga sem er til umræðu á þingi í dag. Þetta er þó ekki eina frumvarpið um afnám stimpilgjalda sem þar verður rætt. Meira »

„Blaut tuska“ verkalýðshreyfingarinnar

26.2. Fagaðilar í iðnaði fordæma harðlega það sem þeir segja vera „óforskömmuð vinnubrögð verkalýðshreyfingarinnar og þeirra aðila sem ganga freklega fram hjá innlendri framleiðslu við innflutning á fullbúnum húsum, innréttingum og húsgögnum hingað til lands“. Meira »

„Mjög ánægjuleg lending“

25.2. „Fyrst og fremst er ég ánægður fyrir hönd okkar félagsmanna og þeirra sem voru að fá þessar boðuðu hækkanir,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Almenna leigufélagið hefur dregið til baka fyrirhugaðir hækkanir leigu sem áttu að koma til fram­kvæmda á næstu þrem­ur mánuðum. Meira »

Dregur fyrirhugaðar hækkanir til baka

25.2. Almenna leigufélagið lýsir því yfir að það muni draga til baka fyrirhugaðar hækkanir leigu sem áttu að koma til framkvæmda á næstu þremur mánuðum. Auk þess að vinna að breytingum á leigusamningum félagsins með það að markmiði að bjóða samninga til lengri tíma en þekkst hefur á almenna markaðnum, þar sem tryggt er húsnæðisöryggi og stöðugra leiguverð. Meira »

Fundurinn upplýsandi fyrir báða aðila

22.2. Fulltrúar VR og Almenna leigufélagsins munu funda aftur á mánudag og engin ákvörðun hefur verið tekin um að taka fé VR úr stýringu hjá Kviku banka. Þetta staðfestir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í samtali við mbl.is. Meira »