Húsnæðismarkaðurinn

Frosti leiðir vinnu vegna fyrstu kaupa

6.12. Félagsmálaráðherra hefur skipað Frosta Sigurjónsson formann starfshóps sem útfæra á sértækar aðgerðir til að auðvelda ungu og tekjulágu fólki að kaupa sér íbúðarhúsnæði. Meira »

Leiga hækkar meira en kaupverð

4.12. Leiguverð hefur hækkað umfram kaupverð fasteigna undanfarna tólf mánuði sem er ólíkt þróuninni frá árinu 2016 fram á mitt ár 2017. Fermetraverð á tveggja herbergja leiguíbúð er mun hærra en á þriggja herbergja. Meira »

Vilja tryggja íbúum húsnæði við hæfi

3.12. Bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar hefur samþykkt nýja áætlun um stöðu húsnæðismála í sveitarfélaginu og er hún gerð til ársins 2026. Meira »

Saman með hundruð íbúða

28.11. Eigendur Stálskipa taka þátt í uppbyggingu fjölda íbúða við Hlíðarenda. Fjárfestingin er í gegnum Fjárfestingafélagið Hlíð og varðar svonefndan D-reit á Hlíðarenda. Meira »

Ríkisstjórnin „raknað úr rotinu“

27.11. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir það fagnaðarefni að ríkisstjórnin hafi í dag kynnt áform um stofnun átakshóps til aðgerða í húsnæðismálum. Um það bil ári eftir að hún tók við völdum sé hún farin að átta sig á því að þarna sé vandamál á ferðinni. Meira »

Átakshópur um aukið íbúðaframboð

27.11. Stjórnvöld og heildarsamtök á vinnumarkaði hafa komið sér saman um átakshóp um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði í kjölfar 12. samráðsfundar stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins sem haldinn var á föstudaginn. Meira »

Þarf að auka enn við framboðið

23.11. Húsnæðismálin eru stóru málin nú um stundir. Bjarg íbúðafélag, sem er í eigu ASÍ og BSRB, hamast við að leggja sitt af mörkum til uppbyggingar íbúða fyrir tekjulága einstaklinga og fjölskyldur og er nú með 271 íbúð í byggingu og 397 í hönnunarferli. Þetta kemur fram í pistli Drífu Snædal, forseta ASÍ. Meira »

Sögufrægt hús endurbyggt

23.11. Hafnar eru framkvæmdir við endurbætur og stækkun á einu sögufrægasta húsi Reykjavíkur, Hafnarstræti 18. Húsið er að stofni til frá árinu 1795 en byggt hefur verið við það margoft. Síðast voru þarna skemmtistaðurinn D10 (Dúfnahólar 10) og veitingastaðurinn Pizza Royal á jarðhæðinni. Meira »

Tími aðgerða að renna upp

16.11. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að skipa starfshóp til þess að útfæra sértækar aðgerðir sem eiga að gera ungu og tekjulágu fólki kleift að kaupa sér íbúðarhúsnæði, en félags- og jafnréttismálaráðherra lagði fram tillögu þess efnis á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. Meira »

Þörf á 4.000 íbúðum í borginni

16.11. Samkvæmt nýrri greiningu Capacent á stöðu og horfum á fasteignamarkaði í Reykjavík vantar um 4.000 íbúðir á næstu árum til að fullnægja þörf fyrir nýjar íbúðir í borginni. Eins og staðan er í dag verða hins vegar aðeins byggðar um 1.350 íbúðir í borginni á næstu tveimur árum. Meira »

Metár í byggingu nýrra íbúða í borginni

16.11. Gefin hafa verið út byggingarleyfi fyrir 1.344 íbúðir í borginni á fyrstu tíu mánuðum ársins og er árið orðið metár í byggingu nýrra íbúða í Reykjavík. Þetta er meðal þess sem fram kom á opnu málþingi borgarstjóra um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík sem stendur yfir í Ráðhúsi Reykjavíkur. Meira »

Uppbygging íbúðarhúsnæðis í beinni

16.11. Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, býður til opins kynningarfundar í ráðhúsinu í dag um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á mbl.is. Meira »

Leiguíbúðum fjölgaði um 13,6%

14.11. Leiguíbúðum á vegum sveitarfélaga fjölgaði um 13,6% í Reykjavík og 10% í Kraganum á árabilinu 2012-2017. Þeim fækkaði annars á landsbyggðinni nema á Norðurlandi eystra, samkvæmt niðurstöðum könnunar Varasjóðs húsnæðismála á stöðu leiguíbúða sem sveitarfélögin reka. Meira »

3 þúsund krónur á fermetra

13.11. Póstnúmerið 101 Reykjavík er það póstnúmer á landsvísu þar sem fermetraverð í þinglýstum leigusamningum er hæst eða hátt í 3.000 krónur að meðaltali á fyrstu níu mánuðum ársins. Meira »

VR fær lóðarvilyrði fyrir 36 íbúðum

9.11. Borgarráð hefur samþykkt að veita VR lóðavilyrði fyrir lóð ásamt byggingarrétti fyrir 36 íbúðir við í Úlfarsárdal. Það gildir í sex mánuði frá staðfestingu borgarráðs og er bundið því skilyrði að VR stofni leigufélag sem rekið er án hagnaðarsjónarmiða með það að markmiði að tryggja húsnæðisöryggi. Meira »

Minnsta hækkun í rúm sjö ár

7.11. Samkvæmt tölum Þjóðskrár fyrir september hækkaði fasteignaverð um 3,9% síðustu 12 mánuði. Þar af hækkaði verð á fjölbýli um 3,4% og verð á sérbýli um 4,4%. Þetta er minnsta hækkun á fasteignaverði í rúm sjö ár. Meira »

Bjarg og IKEA í samstarf

7.11. Bjarg íbúðafélag og IKEA hafa gert samkomulag um samstarf vegna íbúða Bjargs. Í samkomulaginu felst að Bjarg mun leitast við að nota innréttingar IKEA í íbúðir félagsins. IKEA mun taka þátt í hönnunarferli íbúða og útfæra innréttingarnar með það að markmiði að ná fram hámarksnýtingu rýma. Meira »

Leiga ekki hækkuð án leyfis

2.11. Gert er ráð fyrir því að allt að 500 íbúðir sem sérstaklega eru hugsaðar fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur verði byggðar á sjö mismunandi reitum í Reykjavíkurborg á næstu árum. Leiguverð á reitunum verður ekki hækkað nema með samþykki borgarinnar, segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Meira »

71% velja verðtryggð lán

30.10. Langflestir nýir lántakendur velja hins vegar verðtryggð lán, eða um 71% þeirra, þrátt fyrir þá gagnrýni sem slík lán hafa sætt, að því er segir í skýrslu Íbúðalánasjóðs og Velferðarráðuneytisins um stöðu og þróun á húsnæðismarkaði og var hún kynnt á húsnæðisþingi í dag. Meira »

Hagstæðustu lánin ekki fyrir efnaminni

30.10. Þrátt fyrir að bestu lánakjörin séu í boði hjá lífeyrisjóðunum hvað íbúðarlán varðar, veldur lægra veðsetningarhlutfall hjá lífeyrissjóðunum því að „lífeyrissjóðslán eru í mörgum tilfellum ekki fullnægjandi fjármögnunarkostur fyrir fólk með lítið eigið fé,“ segir í skýrslu Húsnæðisþings. Meira »

Oft erfitt að komast úr foreldrahúsum

30.10. Fólki á biðlista eftir íbúð hjá Félagsstofnun stúdenta hefur fækkað undanfarin ár en þó voru 729 einstaklingar á biðlista eftir íbúð þegar úthlutun lauk í haust. Elísabet Brynjarsdóttir, forseti stúdentaráðs HÍ, segir stúdentaíbúðir mikilvægan valkost og oft fyrsta skrefið úr foreldrahúsum. Meira »

Ekki töff að nýta sér neyð fólks

30.10. Það er ótrúlega sorglegt að við þurfum að halda húsnæðisþing hér á landi. Verður einhvern tímann haldin svipuð ráðstefna í tengslum við súrefni? Þessari spurningu varpaði leikkonan Ólafía Hrönn Jónsdóttir fram á húsnæðisþingi í dag. Meira »

Öruggt húsaskjól mannréttindi

30.10. Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, lagði í dag fram skýrslu sína um stöðu og þróun húsnæðismála á húsnæðisþingi sem haldið er í dag. Hann sagði lykilatriði að líta á húsnæðismál sem velferðarmál. Meira »

Flestir vilja ekki vera á leigumarkaði

30.10. Um 30 þúsund heimili hér á landi eru á leigumarkaði. Alls telja 6300 heimili, um 21% þeirra sem leigja, líkur á því að þeir missi húsnæðið sitt. Þetta kom fram í máli Unu Jónsdóttir, deildarstjóra leigumarkaðsmála hjá Íbúðalánasjóði, á Húsnæðisþingi. Meira »

Tekjulágir hafa setið eftir

30.10. Húsnæði er grunnþörf og stærsta eign almennings. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinn kemur meðal annars fram að öruggt húsnæði, óháð efnahag og búsetu, sé ein af grundvallarforsendum öflugs samfélags. Þetta kom fram í máli Ólafs Heiðars Helgason, hagfræðings hjá Íbúðalánasjóði, á Húsnæðisþingi. Meira »

21% telur líkur á að missa húsnæðið

30.10. Rúmlega 20% leigjenda á Íslandi telja frekar eða mjög líklegt að þau missi húsnæðið sitt. Þeir sem leigja af einstaklingi á almennum markaði telja líklegra en aðrir að þeir missi húsnæðið sitt. Meira »

Loka fyrir nýjar umsóknir hjá Brynju

29.10. Vegna gríðarlegrar fjölgunar umsókna hjá Brynju, hússjóði Öryrkjabandalagsins, er ekki lengur unnt að taka við nýjum umsóknum. Nú er svo komið að 600 umsækjendur eru á biðlista eftir leiguíbúðum og útilokað að nýjar umsóknir gætu komið til afgreiðslu á næstu árum. Meira »

Bjarg óskar eftir samstarfi við sveitarfélög

19.10. Bjarg íbúðafélag hefur óskað eftir viðræðum við Garðabæ, Mosfellsbæ, Kópavog og Seltjarnarnes um lóðir og stofnframlag vegna byggingar almennra íbúða í bæjarfélögunum. Bjarg er húsnæðissjálfseignastofnun, stofnuð af ASÍ og BSRB. Meira »

Aldrei erfiðara að kaupa fyrstu eign

17.10. Íbúðaverð mun hækka um 8,2% að meðaltali á þessu ári, 5,5% á næsta ári og 4,4% árið 2020 samkvæmt nýrri skýrslu Íslandsbanka um íslenska íbúðamarkaðinn. Þá kemur fram að aldrei hafi verið erfiðara fyrir fólk að kaupa sína fyrstu fasteign. Meira »

69% fasteignalána verðtryggð

9.10. Heimili landsins hafa á undanförnum árum tekið verðtryggð íbúðalán í meiri mæli en óverðtryggð. Í fyrra voru 31% allra nýrra íbúðalána óverðtryggð og 69% verðtryggð. Um miðjan september hófu vextir á óverðtryggðum húsnæðislánum að hækka hjá nokkrum lánastofnunum. Meira »