Húsnæðismarkaðurinn

18% allra íbúða í nýbyggingum

4.9. Framboð af nýbyggingum á íbúðamarkaði hefur aukist talsvert það sem af er þessu ári. Á fyrstu sjö mánuðum ársins voru íbúðir í nýbyggingum, það er íbúðir með byggingarár skráð í ár eða í fyrra, samtals 18% allra íbúða sem auglýstar voru til sölu á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Eftirspurn leigufélaga dregist saman

13.8. Svo virðist vera sem spurn leigufélaga eftir íbúðum á höfuðborgarsvæðinu fari minnkandi það sem af er þessu ári miðað við þrjú ár þar á undan. Sérstaklega hefur sala til slíkra félaga dregist saman miðsvæðis í Reykjavík. Á þetta bendir hagfræðideild Landsbankans í nýjustu hagsjá sinni. Meira »

Eldri eignir hafa lækkað í verði

17.7. Það er einkum nýtt húsnæði sem skýrir hækkun á fasteignaverði undanfarna mánuði á meðan verð á húsnæði sem er eldra en 10 ára hefur lækkað um 1% frá áramótum. Meira »

Meirihluti fær aðstoð frá fjölskyldu

10.7. Aldur fyrstu kaupenda hefur farið hækkandi síðustu áratugi samkvæmt nýrri könnun Íbúðalánasjóðs sem framkvæmd var af Zenter. Meirihluti fyrstu kaupenda í dag fær aðstoð frá fjölskyldu. Meira »

Tveggja herbergja íbúðir frá 96.000

4.7. Bjarg íbúðarfélag hyggst byggja um 1.400 leiguíbúðir á næstu fjórum árum. Leiguverð á tveggja herbergja íbúðum, sem verða að meðaltali 45 fermetrar, verður samkvæmt áætlunum á bilinu 96.000 til 130.000. Meira »

Engar töfralausnir til

22.6. Deild leigumarkaðsmála hjá Íbúðalánasjóði telur að ekki séu til neinar töfralausnir við þeim vanda sem steðji að fólki á leigumarkaði. Að öllum líkindum þurfi að koma fram með ólíkar lausnir fyrir ólíka hópa. Meira »

Stjórnvöld leysi húsnæðisvandann

16.5. Miðstjórn ASÍ krefst þess að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og Alþingi axli nú þegar ábyrgð á að leysa húsnæðisvandann með raunhæfum aðgerðum. Meira »

Kvaðir á lóðinni hentuðu ekki

15.5. „Við fengum úthlutað lóð á Nauthólsvegi en hún hentaði ekki okkar verkefni þannig að við skiptum henni út og fengum aðra í staðinn,“ segir Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs íbúðafélags, í samtali við mbl.is. Meira »

Vöxtur skulda sá mesti í 9 ár

8.5. Vöxtur íbúðaskulda heimilanna hefur ekki verið jafn mikill og nú síðan árið 2009. Í febrúar voru íbúðaskuldir heimilanna 5,6% meiri að raunvirði en í sama mánuði árið áður og hefur 12 mánaða hækkun íbúðaskulda að raunvirði ekki verið meiri frá árinu 2009. Meira »

Íbúðirnar yfir greiðslugetu lágtekjuhópa

2.5. Nýjar íbúðir sem hafa verið að koma á sölu- og leigumarkaðinn að undanförnu hafa verið yfir greiðslugetu lágtekjuhópa, en þessi hópur greiðir í dag um helming af ráðstöfunartekjum sínum í húsaleigu samkvæmt nýrri könnun Íbúðalánasjóðs. Meira »

Helmingur tekna tekjulágra í húsaleigu

2.5. Leigjendum á Íslandi hefur fjölgað um tíu þúsund á síðustu sjö árum og eru í dag um 50 þúsund samtals. Þá greiðir fólk í lægri tekjuhópum um helming tekna sinna í húsaleigu að meðaltali, en hlutfallið er hæst hér á landi miðað við hin Norðurlöndin. Meira »

Dæmi um „svívirðilegar hækkanir“ húsaleigu

29.4. Á undanförnum misserum hefur heyrst af ótrúlegum dæmum um „svívirðilega hækkun á húsaleigu fólks sem getur ekki hönd fyrir höfuð borið á vægðarlausum leigumarkaði,“ að sögn VR. Meira »

Hæsta meðalverðið var 530.000 kr. á fermetra

23.4. Á árinu 2017 var hæsta meðalverð fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu í miðborginni um 530 þús. kr. á m2 sem er um 7% hærra verð en í næsta hverfi. Næstdýrasta hverfið var Teigar og Tún og í þriðja sæti Melar og Hagar. Meira »

Íbúðaverð lækkaði um 0,1%

17.4. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,1% í mars, samkvæmt nýútgefnum tölum Þjóðskrár Íslands.  Meira »

6.713 íbúðir fullkláraðar til 2020

17.4. Frá árinu í ár til og með ársins 2020 verða fullgerðar 6.713 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu, eða að meðaltali rúmlega 2.200 íbúðir á ári. Í ár er gert ráð fyrir að fjöldi íbúða sem klárist verði 2.081. Það er um 56% aukning frá síðasta ári og 744 íbúðum meira en þá urðu fullklárar. Meira »

Auglýsa útboð fyrir 255 íbúðir

16.4. Byggðin í Úlfarsárdal stækkar og nú eru í boði íbúðir í hverfinu. Nýjar lóðir hafa verið skipulagðar við Leirtjörn og einnig eru lausar lóðir í grónari hluta hverfisins. Reykjavíkurborg hefur auglýst opið útboð á byggingarrétti fyrir 255 íbúðir og verður tekið við tilboðum til hádegis 4. maí. Meira »

Söluverð yfirleitt undir ásettu verði

10.4. 4.323 íbúðir voru í byggingu hér á landi í lok síðasta árs, sem eru ríflega þúsund fleiri íbúðir en voru í byggingu í lok árs 2016. Íbúðaverð hækkar hraðar á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu en í 79% tilvika er söluverð undir ásettu verði. Meira »

Íslensk heimili skulda mun meira

6.3. Algengara er að heimili skuldi í íbúð sinni hér á landi en í helstu nágrannalöndum okkar. Í nágrannalöndunum er ýmist algengara að heimili séu á leigumarkaði eða eigi íbúð sína skuldlaust heldur en hér á landi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íbúðalánasjóðs. Meira »

Úthlutar lóðum fyrir 1.173 íbúðir

2.3. Á fyrri hluta þessa árs gerir Reykjavíkurborg ráð fyrir að úthluta lóðum fyrir 1.173 íbúðir. Þegar hefur verið úthlutað 440 íbúðum í Gufunesi. Í vor verða 392 íbúðir boðnar til sölu í útboðsferli. 341 íbúð verður í vor úthlutað til fasteignafélaga í tengslum við húsnæðisáætlun borgarinnar. Meira »

15% af verðhækkun kemur frá Airbnb

27.2. Rekja má um 15% af hækkun raunverðs íbúðarhúsnæðis til Airbnb-íbúða. Þetta er meðal niðurstaða rannsóknar sem fjallað er um í rannsóknarritgerð þeirra Lúðvíks Elíassonar og Önundar Páls Ragnarssonar hjá Seðlabanka Íslands. Meira »

Séríslenska leiðin eða skynsamlega leiðin

16.2. Það eru allir sammála um að það vantar mikinn fjölda íbúða á Íslandi, en erfiða spurningin er hvort fara eigi séríslenska leið átaksverkefna með tilheyrandi uppsveiflu og niðursveiflu í kjölfarið eða skynsamlegri leið yfir lengra tímabil. Meira »

1.000 milljarða fjárfesting á 3 árum

15.2. Framleiðni í byggingariðnaði vex hægar en í öðrum greinum og hefur það skaðleg áhrif á íbúðamarkað á sama tíma og búist er við meira þúsund milljarða fjárfestingu í mannvirkjum á Íslandi næstu þrjú árin. Aukin framleiðni í byggingariðnaði myndi stuðla að ódýrari íbúðum og leiða til þess að húsnæðisvandi þjóðarinnar leysist hraðar en nú er raunin. Meira »

Engar skjótar lausnir í húsnæðismálum

8.2. Félagsmálaráðherra segir mikilvægt að brugðist verði við þeim vanda sem við blasir á húsnæðismarkaði á Íslandi. Hann tekur þó fram að engar skammtímalausnir séu til í húsnæðismálum. Þörf sé á auknum fjárveitingum inn í almenna íbúðakerfið og efla verði húsnæðisáætlanir sveitarfélaga. Meira »

Sterkt samband milli framboðs og verðþróunar

6.2. Skýrar vísbendingar eru um að verðþróun íbúða á höfuðborgarsvæðinu hafi á undanförnum misserum staðið í sterku sambandi við þann fjölda íbúða sem skráðar eru til sölu í hverjum mánuði. Meira »

Þörf fyrir 2.200 nýjar íbúðir á ári

30.1. Íbúðum þyrfti að fjölga um 17 þúsund á árunum 2017-2019 til að mæta uppsöfnuðum skorti og undirliggjandi þörf. Ólíklegt að uppsafnaður skortur á íbúðum frá árinu 2012 hverfi alveg á næstu tveimur árum. Unga fólkið flytur seinna að heiman og gamla fólkið býr lengur heima. Meira »

1,5 milljóna gjald á 100 fermetra íbúð

23.1. Reykjavíkurborg innheimtir sem svarar 1,5 milljónum króna í innviðagjald á hverja 100 fermetra í fyrirhuguðum íbúðum í Furugerði við Bústaðaveg. Gjaldið kemur til viðbótar gatnagerðargjaldi. Það nemur samtals um 50 milljónum króna. Meira »

Kaflaskil á fasteignamarkaði

17.1. Tími mikilla verðhækkana virðist nær örugglega vera liðinn og vænta má að meiri ró verði á þessum markaði á næstu misserum að mati hagfræðideildar Landsbankans. Meira »

Minni spurn eftir leiguhúsnæði

10.1. Könnun meðal landsmanna, sem framkvæmd var í desember, bendir til þess að færri séu nú á leigumarkaði en í síðustu mælingu, sem var gerð þremur mánuðum áður eða í september. Marktækt færri sögðust leigja af einkaaðilum í desember, samanborið við september. Meira »

Íbúðaverð á niðurleið

10.1. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,7% milli mánaða í nóvember og var það í fyrsta skipti sem lækkun mælist milli mánaða síðan í apríl 2015. Í fyrsta skipti síðan í júní 2014 lækkuðu bæði fjölbýli og sérbýli í verði milli mánaða. Meira »

„Komin með landakort að framtíðinni“

23.12. Á næstu vikum munu borgaryfirvöld funda með eigendum lóða á Skeifusvæðinu um næstu skref í þróun og uppbyggingu svæðisins. Borgarstjóri segir nýtt rammaskipulag landakort að framtíð svæðisins. Hann gerir ráð fyrir að fljótlega verði hafist handa við breytingar, en að margt muni taka langan tíma. Meira »