Ný íbúðabyggð kynnt við Sóleyjarima

Kort/mbl.is

Kynnt hefur verið í borgarkerfinu lýsing deiliskipulags vegna nýrrar íbúðabyggðar við Sóleyjarima í Grafarvogi.

Viðfangsefnið er að deiliskipuleggja lóðina þannig að unnt verði að koma fyrir byggð með 65-96 íbúðum.

Lóðin sem um ræðir afmarkast af göngustígum sem liggja að lóðamörkum Sóleyjarima 6 (fjarskiptastöðin) til norðurs, Smárarima til vesturs, Rimaskóla til suðurs og göngustíg við Sóleyjarima til austurs.

Byggðin austan og vestan megin lóðar einkennist af 1-2 hæða einbýlishúsum og raðhúsum. Norðan við fjarskiptamiðstöðina eru 4-5 hæða fjölbýlishús.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert