18% íbúða seldust á yfirverði

Reykjavík.
Reykjavík. mbl.is/Sigurður Bogi

Kaupsamningar í mars voru 1.122 talsins og fjölgaði frá því í febrúar þegar þeir voru 1.000.

Kaupsamningar á fyrsta ársfjórðungi voru 2.673 talsins, eða 29% fleiri en á sama tíma í fyrra.

Fram kemur í mánaðarskýrslu HMS að áberandi hafi verið fjölgun kaupsamninga í nágrenni höfuðborgarsvæðisins en ríflega helmingi fleiri samningum var þinglýst þar í ár samanborið við 2023.

Fleiri íbúðir seldust á yfirverði

Hlutfall íbúða sem seldust á yfirverði í mars hækkaði í öllum landshlutum. Á höfuðborgarsvæðinu seldust 18,3% íbúða á yfirverði í mánuðinum og í nágrenni þess seldust um 14,5% íbúða á yfirverði. Annars staðar á landinu var hlutfallið 13,1%.

660 eignir í Grindavík keyptar

Fasteignafélagið Þórkatla hefur yfirfarið og samþykkt kaup á 660 húseignum í Grindavík eða um 85% allra umsókna sem borist hafa. Búið er að undirrita og þinglýsa 471 kaupsamningi.

Ójafnvægi á leigumarkaði

„Leigumarkaðurinn ber merki um mikið ójafnvægi framboðs og eftirspurnar. Tölur af leiguvefnum myigloo.is sýna að mun fleiri einstaklingar eru í virkri leit heldur en þær íbúðir sem eru til leigu á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2024 sem bendir til að framboð leiguíbúða sé af skornum skammti. Í apríl sl. sendu 67% fleiri einstaklingar inn umsókn um a.m.k. eina íbúð en á sama tíma í fyrra,” segir einnig í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert