Stefanía prinsessa verður amma

Kóngafólk í fjölmiðlum | 3. janúar 2023

Stefanía prinsessa verður amma

Stefanía prinsessa af Mónakó verður amma í ár. Elsti sonur hennar Louis Ducruet á von á sínu fyrsta barni með eiginkonu sinni Marie. Parið gifti sig árið 2019 og hefur verið að bíða eftir rétta tækifærinu til að eignast börn.

Stefanía prinsessa verður amma

Kóngafólk í fjölmiðlum | 3. janúar 2023

Louis Ducuret er sonur Stefaníu prinsessu og barnabarn Grace Kelly.
Louis Ducuret er sonur Stefaníu prinsessu og barnabarn Grace Kelly. Skjáskot/Instagram

Stefanía prinsessa af Mónakó verður amma í ár. Elsti sonur hennar Louis Ducruet á von á sínu fyrsta barni með eiginkonu sinni Marie. Parið gifti sig árið 2019 og hefur verið að bíða eftir rétta tækifærinu til að eignast börn.

Stefanía prinsessa af Mónakó verður amma í ár. Elsti sonur hennar Louis Ducruet á von á sínu fyrsta barni með eiginkonu sinni Marie. Parið gifti sig árið 2019 og hefur verið að bíða eftir rétta tækifærinu til að eignast börn.

„Það er satt að Louis hefur átt draum um að verða faðir í fjölmörg ár,“ sagði Marie í viðtali við tímaritið Point du Vue á síðasta ári. „Ég er ekki alveg tilbúin. Væri til í að bíða aðeins lengur. Kannski á næsta ári? Það væri frábært að láta drauminn rætast á þrítugsafmælinu.“

Á þrítugsafmælinu tilkynnti Ducruet svo óléttuna á samfélagsmiðlum. Von er á lítilli stúlku síðar á árinu.Stefanía prinsessa af Mónakó ásamt syni sínum og tengdadóttur. Stefanía …
Stefanía prinsessa af Mónakó ásamt syni sínum og tengdadóttur. Stefanía er dóttir Grace Kelly og systir Alberts fursta af Mónakó. Skjáskot/Instagram
mbl.is