Komu neikvæðu fréttirnar beint frá höllinni?

Kóngafólk í fjölmiðlum | 5. janúar 2023

Komu neikvæðu fréttirnar beint frá höllinni?

Harry prins hefur sakað bresku hirðina um að leka neikvæðum fréttum um sig og Meghan. Breskir fjölmiðlar furða sig á þögn konungshallarinnar í þessu máli og telur að þögnin renni stoðum undir ásakanirnar.

Komu neikvæðu fréttirnar beint frá höllinni?

Kóngafólk í fjölmiðlum | 5. janúar 2023

Bræðurnir elda saman grátt silfur.
Bræðurnir elda saman grátt silfur. AFP

Harry prins hefur sakað bresku hirðina um að leka neikvæðum fréttum um sig og Meghan. Breskir fjölmiðlar furða sig á þögn konungshallarinnar í þessu máli og telur að þögnin renni stoðum undir ásakanirnar.

Harry prins hefur sakað bresku hirðina um að leka neikvæðum fréttum um sig og Meghan. Breskir fjölmiðlar furða sig á þögn konungshallarinnar í þessu máli og telur að þögnin renni stoðum undir ásakanirnar.

Breska ríkisútvarpið, BBC, fer yfir það hversu alvarleg þessi ásökun Harrys er.

„Konungsfjölskyldan hefur almennt þurft að láta ýmislegt yfir sig ganga, tjá sig ekkert og treysta á það að samskiptafulltrúar þeirra leysi úr málunum fyrir þeirra hönd,“ skrifar pistla höfundur breska ríkisútvarpsins og heldur áfram:

„Harry segir hins vegar að enginn hafi verið til staðar til þess að gæta þeirra hagsmuna. Þvert á móti hafi þau unnið gegn þeim og lekið neikvæðum fréttum af þeim í fjölmiðla.

Þau hafi verið berskjölduð og ekki átt neina leið til þess að segja sína hlið máls. Ef slíkar ásakanir yrðu gerðar á hendur ríkisstjórnar, fyrirtækja eða jafnvel fótboltaliðs þá myndu allir búast við einhverjum viðbrögðum. Það að ekki sé brugðist við bendir til þess að einhver sannleikur sé í ásökununum,“ segir í umfjöllum BBC.

Spænska útgáfa bókar Harrys fór óvart í sölu í morgun.
Spænska útgáfa bókar Harrys fór óvart í sölu í morgun. AFP
mbl.is