Fjölmiðlar óvægnir í garð Harry prins

Kóngafólk í fjölmiðlum | 6. janúar 2023

Fjölmiðlar óvægnir í garð Harry prins

Fjölmiðlar og álitsgjafar hafa farið hörðum orðum um Harry prins eftir að birtir voru kaflar úr óútkominni bók hans Spare. Margir lýsa honum sem hefnigjörnum og hefur hann verið kallaður „mennsk handsprengja“ af blaðamönnum.

Fjölmiðlar óvægnir í garð Harry prins

Kóngafólk í fjölmiðlum | 6. janúar 2023

Harry prins prýðir forsíður flestra fjölmiðla í Bretlandi í dag.
Harry prins prýðir forsíður flestra fjölmiðla í Bretlandi í dag. AFP

Fjölmiðlar og álitsgjafar hafa farið hörðum orðum um Harry prins eftir að birtir voru kaflar úr óútkominni bók hans Spare. Margir lýsa honum sem hefnigjörnum og hefur hann verið kallaður „mennsk handsprengja“ af blaðamönnum.

Fjölmiðlar og álitsgjafar hafa farið hörðum orðum um Harry prins eftir að birtir voru kaflar úr óútkominni bók hans Spare. Margir lýsa honum sem hefnigjörnum og hefur hann verið kallaður „mennsk handsprengja“ af blaðamönnum.

Fjandsamleg árás á fjölskylduna

Rithöfundurinn A.N. Wilson segir bókina vera útreiknaða og auvirðilega. 

„Harry hefur eflaust verið undir miklum þrýstingi frá Netflix, útgefendunum og umboðsmönnum að spýja eins miklu eitri og hægt er. Þetta hefur hins vegar ekki verið honum til góðs heldur fær okkur til þess að sýna konungsfjölskyldunni meðaumkun. Hann segir í viðtölum að þau séu að reyna að halda þeim í hlutverki illvirkjans en sannleikurinn er sá að ekkert þeirra hefur tjáð sig um allar þær grófu ásakanir sem flætt hefur frá Harry og Meghan. Hvorki fyrir viðtalið við Opruh Winfrey né eftir. Hið sanna illvirki er útgáfa þessara æviminninga. Þetta er fjandsamleg árás gegn fjölskyldu sem getur ekki svarað til baka án þess að gera illt verra.“

Spare er ekki verk einhvers kjána. Auðvitað skrifaði hann ekki sjálfur bókina en hann heimilaði hana og hún er byggð á hans eigin orðum. Þetta er ekki verk saklauss kjána. Þetta er hrein og klár illska. Sögurnar í bókinni eru hannaðar til þess að Vilhjálmur prins, kona hans, kóngurinn og drottningin lækki í áliti hjá almenningi.“

Harry á sér engar málsbætur að mati margra álitsgjafa.
Harry á sér engar málsbætur að mati margra álitsgjafa. AFP

„Hlífið okkur“

Pistlahöfundur Daily Mail, Jan Moir, segist skilja af hverju Vilhjálmur prins réðst á Harry. 

„Loks þegar ég hélt að ég gæti farið að skrifa um eitthvað annað, birtist Harry í öllu sínu veldi. Skemmtilegust er lýsingin á áflogum þeirra bræðra. Hvernig Vilhjálmur grípur í „hálsmen“ Harry þannig að það slitnar og hann dettur á hundaskál og slasar sig. Þetta minnir frekar á tvær stelpur að rífast um varalit. Hann segir að skálin hafi brotnað undan sér og skorist í hann. Hann lýsti áverkunum sem skrámur og marbletti. Maðurinn sem nú stærir sig af því að hafa drepið 25 talíbana.“ 

„Harry vill líta á sig sem hetju að feta veg til frelsis en hvert skref minnir meira á Adrian Mole en Nelson Mandela. Allir vilja minna af Harry og myllumerkið #shutupharry er farið að sjást víða. Spare Us væri meira viðeigandi titill á bók.“

„Þetta gerir maður ekki“

Fjölmiðlar vestanhafs hafa einnig gagnrýnt Harry prins fyrir óvægna árás. Don Lemon fréttamaður hjá CNN sagði að það hafi verið ósmekklegt af Harry að fjalla um árás bróður síns. „Þetta gerir maður ekki,“ sagði Lemon. „Allir eiga fjölskyldu. Ég rífst við mína fjölskyldu. Er ég að fara að leyfa öllum heiminum að sjá? Ég skil ekki af hverju hann ætti að vilja það. Hvað heldur hann að ávinnist með þessu?“

mbl.is