Allt að tólf þúsund íbúðir

Húsnæðismarkaðurinn | 14. janúar 2023

Allt að tólf þúsund íbúðir

Samkvæmt nýrri húsnæðisáætlun ríkis og sveitarfélaga stendur til að byggja yfir 12 þúsund íbúðir á næstu tíu árum til að þjóna félagslegum markmiðum. Annars vegar 10.500 íbúðir á viðráðanlegu verði og hins vegar 1.750 félagslegar íbúðir.

Allt að tólf þúsund íbúðir

Húsnæðismarkaðurinn | 14. janúar 2023

Hið opinbera hyggst styðja uppbyggingu íbúða sem verða á viðráðanlegu …
Hið opinbera hyggst styðja uppbyggingu íbúða sem verða á viðráðanlegu verði. mbl.is/Sigurður Bogi

Samkvæmt nýrri húsnæðisáætlun ríkis og sveitarfélaga stendur til að byggja yfir 12 þúsund íbúðir á næstu tíu árum til að þjóna félagslegum markmiðum. Annars vegar 10.500 íbúðir á viðráðanlegu verði og hins vegar 1.750 félagslegar íbúðir.

Samkvæmt nýrri húsnæðisáætlun ríkis og sveitarfélaga stendur til að byggja yfir 12 þúsund íbúðir á næstu tíu árum til að þjóna félagslegum markmiðum. Annars vegar 10.500 íbúðir á viðráðanlegu verði og hins vegar 1.750 félagslegar íbúðir.

Miðað við að tveir búi að jafnaði í íbúð munu þessar íbúðir rúma um 24 þúsund íbúa. Það er hér um bil samanlagður íbúafjöldi í Garðabæ og á Seltjarnarnesi.

Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS), segir kostnaðinn við uppbygginguna ekki liggja fyrir. Unnið sé að kostnaðarmati.

Hlutdeildarlán og lóðir

Með hliðsjón af því að veitt verða hlutdeildarlán til kaupa á íbúðum, lagðar til verðmætar byggingarlóðir og keyptar félagslegar íbúðir, svo nokkuð sé nefnt, liggur fyrir að um tugi milljarða króna er að ræða.

Anna Guðmunda segir áætlunina marka tímamót í húsnæðismálum á Íslandi. Ríki og sveitarfélög hafi ekki áður sameinast um sýn og stefnu í þessum málaflokki með jafn afgerandi hætti.

Með íbúðum á viðráðanlegu verði er átt við íbúðir innan almenna íbúðakerfisins, hlutdeildarlánaíbúðir og aðrar íbúðir sem „njóta einhvers konar stuðnings stjórnvalda og er ætlað að leysa úr húsnæðisþörf tekju- og eignalægri hópa. Þar með talið námsmanna, ungs fólks, fyrstu kaupenda, öryrkja og eldra fólks.“

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

mbl.is