Óþekkjanleg í 30 þúsund kristöllum

Fatastíllinn | 24. janúar 2023

Óþekkjanleg í 30 þúsund kristöllum

Rappkonan Doja Cat stal senunni á tískuvikunni í París þegar hún mætti á tískusýningu Schiaparelli. Stjarnan var ekki bara í eldrauðum fötum heldur þakin málningu og kristöllum. 

Óþekkjanleg í 30 þúsund kristöllum

Fatastíllinn | 24. janúar 2023

Rappkonan Doja Cat vakti heimsathygli.
Rappkonan Doja Cat vakti heimsathygli. Samsett mynd

Rappkonan Doja Cat stal senunni á tískuvikunni í París þegar hún mætti á tískusýningu Schiaparelli. Stjarnan var ekki bara í eldrauðum fötum heldur þakin málningu og kristöllum. 

Rappkonan Doja Cat stal senunni á tískuvikunni í París þegar hún mætti á tískusýningu Schiaparelli. Stjarnan var ekki bara í eldrauðum fötum heldur þakin málningu og kristöllum. 

Fram kemur á vef BBC að það hafi tekið teymi Doja Cat fimm klukkutíma að skreyta hana og klæða. Vinnan var greinilega vel þess virði enda vakti koma hennar heimsathygli. Fötin og útlitið í heild sinni var hannað af Daniel Roseberry, listrænum stjórnanda Schiaparelli, og förðunarfræðingnum Dame Pat McGrath.

Notaðir voru 30 þúsund Swarovski-kristallar til að skreyta Doja Cat og voru þeir settir á hana samdægurs. 

Þeir sem þekkja ekki Doja Cat og vita ekki hvernig hún lítur út í alvörunni geta skoðað mynd af henni til samanburðar hér fyrir neðan. Hún er óþekkjanleg í rauða listaverkinu og minnti einna helst á veru frá annarri plánetu. 

Doja Cat eins og hún lítur venjulega út.
Doja Cat eins og hún lítur venjulega út. AFP
View this post on Instagram

A post shared by Schiaparelli (@schiaparelli)

mbl.is