Alexandra Helga keypti fyrir 260 milljónir í Ármúla

Framakonur | 2. febrúar 2023

Alexandra Helga keypti fyrir 260 milljónir í Ármúla

Alexandra Helga Ívarsdóttir, annar eigandi netverslunarinnar Móa & Mía og eiginkona Gylfa Sigurðssonar fótboltamanns, hefur fest kaup á verslunarhúsnæði við Ármúla 40. Viðskiptablaðið greindi fyrst frá.

Alexandra Helga keypti fyrir 260 milljónir í Ármúla

Framakonur | 2. febrúar 2023

Alexandra Helga Ívarsdóttir, t. h., og Móeiður Lárusdóttir t.v. reka …
Alexandra Helga Ívarsdóttir, t. h., og Móeiður Lárusdóttir t.v. reka saman netverslunina Móa og Mía. Ljósmynd/Moaogmia.is

Alexandra Helga Ívarsdóttir, annar eigandi netverslunarinnar Móa & Mía og eiginkona Gylfa Sigurðssonar fótboltamanns, hefur fest kaup á verslunarhúsnæði við Ármúla 40. Viðskiptablaðið greindi fyrst frá.

Alexandra Helga Ívarsdóttir, annar eigandi netverslunarinnar Móa & Mía og eiginkona Gylfa Sigurðssonar fótboltamanns, hefur fest kaup á verslunarhúsnæði við Ármúla 40. Viðskiptablaðið greindi fyrst frá.

Alexandra festi kaup á húsnæðinu í gegnum félag sitt Santé North ehf. Kaupverðið er 260 milljónir króna en um er að ræða 547 fermetra verslun og 319 fermetra vörugeymslu.

Alexandra stofnaði Móa & Mía á síðasta ári ásamt Móeiði Lárusdóttur. Í versluninni, sem eingöngu hefur verið á netinu til þessa, er fjölbreytt úrval barnafata og barnavara auk þess sem þær bjóða upp á ýmislegt fyrir mæður og verðandi mæður.

Verslunin heitir í höfuðið á dætrum þeirra Alexöndru og Móeiðar. Alexandra og Gylfi eiga dótturina Melrós Míu en Móeiður og Hörður Björgvin Magnússon fótboltamaður eiga saman dæturnar Matteu Móu og Mörlu Ósk.

mbl.is