Þrír féllu í árás á miðborg Kramatorsk

Úkraína | 2. febrúar 2023

Þrír féllu í árás á miðborg Kramatorsk

Að minnsta kosti þrír létu lífið og 20 særðust þegar flugskeyti hæfði fjölbýlishús í miðborg Kramatorsk sem staðsett er í austurhluta Dónetsk-héraðs Úkraínu.

Þrír féllu í árás á miðborg Kramatorsk

Úkraína | 2. febrúar 2023

Frá rústum byggingarinnar.
Frá rústum byggingarinnar. AFP/Yasuyoshi Chiba

Að minnsta kosti þrír létu lífið og 20 særðust þegar flugskeyti hæfði fjölbýlishús í miðborg Kramatorsk sem staðsett er í austurhluta Dónetsk-héraðs Úkraínu.

Að minnsta kosti þrír létu lífið og 20 særðust þegar flugskeyti hæfði fjölbýlishús í miðborg Kramatorsk sem staðsett er í austurhluta Dónetsk-héraðs Úkraínu.

Lögreglan í héraðinu sagði að sjúkraliðar, leitarhundar og sprengjusérfræðingar væru enn að störfum á svæðinu að leita þar sem enn væri talið að íbúar væru fastir undir rústum byggingarinnar.

„Í fyrstu heyrði ég flaut og svo fór allt á flug í kringum mig,“ sagði Petro, íbúi í fjölbýlishúsinu, við blaðamann AFP fréttastofuna.

„Svona er hversdagsleiki fólks sem býr í þessu landi.“

Nú styttist óðum í að ár verði liðið frá því að Rússar réðust fyrst inn í Úkraínu. Varnarmálaráðherra Úkraínu telur að búast megi við einhverju óvæntu frá innrásarþjóðinni þann 24. febrúar en þá verður nákvæmlega ár liðið frá því að stríðið hófst.

„Þeir gætu blásið til sóknar á tveimur vígstöðvum,“ sagði Oleksí Resníkov, varnarmálaráðherrann. „Við vanmetum ekki óvin okkar... Þeir hafa ekki hætt.“

mbl.is