Vissi ekki að Harry hefði verið hreinn sveinn

Kóngafólk í fjölmiðlum | 6. febrúar 2023

Vissi ekki að Harry hefði verið hreinn sveinn

Hin breska Sasha Walpole steig fram um helgina og greindi frá því að hún væri konan sem Harry Bretaprins missti sveindóminn með. Walpole var ekki beinlínis ánægð þegar hún frétti að Harry hefði greint frá fundi þeirra í ævisögu sinni Spare sem kom út fyrir nokkrum vikum. 

Vissi ekki að Harry hefði verið hreinn sveinn

Kóngafólk í fjölmiðlum | 6. febrúar 2023

Harry Bretarprins lét allt flakka í ævisögu sinni.
Harry Bretarprins lét allt flakka í ævisögu sinni. AFP

Hin breska Sasha Walpole steig fram um helgina og greindi frá því að hún væri konan sem Harry Bretaprins missti sveindóminn með. Walpole var ekki beinlínis ánægð þegar hún frétti að Harry hefði greint frá fundi þeirra í ævisögu sinni Spare sem kom út fyrir nokkrum vikum. 

Hin breska Sasha Walpole steig fram um helgina og greindi frá því að hún væri konan sem Harry Bretaprins missti sveindóminn með. Walpole var ekki beinlínis ánægð þegar hún frétti að Harry hefði greint frá fundi þeirra í ævisögu sinni Spare sem kom út fyrir nokkrum vikum. 

„Þetta var niður­lægj­andi lífs­reynsla með eldri konu sem elskaði hesta og hún kom fram við mig eins og ung­an stóðhest,“ segir í bók Harry.

Staðreyndin er sú að Walpole er aðeins rúmlega tveimur árum eldri en Harry. Harry og Walpole höfðu verið vinir í nokkur ár en hún starfaði í kringum hesta á landareign Karls konungs. Var hún að fagna 19 ára afmæli sínu þegar stuttur ástarfundur þeirra átti sér stað bak við krána. Þau þekktust það vel að hann gaf henni Svínku-dúkku og kort í tilefni dagsins. 

„Þetta var ekki ákveðið fyrir fram, þetta var ekki yfirvegað og ég vissi ekki að hann var hreinn sveinn. Hann virkaði ekki sem hreinn sveinn, það var eins og hann vissi hvað hann væri að gera. Þetta var stutt, villt og spennandi. Við vorum bæði full. Þetta hefði ekki gerst ef við hefðum ekki verið það,“ segir Walpole á vef Daily Mail. Hún segist hafa áttað sig á því daginn eftir að hann hefði líklega verið hreinn sveinn. 

Bókin Spare er umdeild víða.
Bókin Spare er umdeild víða. AFP

Walpole segist ekki hafa hugsað um að hún hafi sofið hjá Harry Bretaprins. Hún hugsaði meira um að hún hefði farið yfir ákveðna línu með því að sofa hjá Harry vini sínum. Þau hættu öllum samskiptum eftir þetta. 

Walpole sá að það var bara tímaspursmál hvenær hún myndi vakna með fullt af ljósmyndurum fyrir framan heimili sitt svo hún ákvað að segja frá. Hún hefði skrifað svo ítarlega um atvikið. 

„Ég hélt leyndarmálinu okkar leyndu í 21 ár. Ég gerði það af því að Harry var vinur, það skipti ekki máli hvort hann var prins eða ekki. Ég bað ekki um þessa athygli en ég vissi að leitin hefði haldið áfram þangað til fólk hefði fundið mig. Ég skil ekki af hverju hann fór út í öll þessi smáatriði. Hann hafði getað sagt að hann missti sveindóminn og ekkert meira. En að segja frá hvernig það gerðist - á túni á bak við krá,“ sagði Walpole. 

Harry Bretaprins.
Harry Bretaprins. AFP
mbl.is