13 látist í ár vegna Covid-19

Kórónuveiran Covid-19 | 1. mars 2023

13 látist í ár vegna Covid-19

Alls hafa 13 manns látist vegna Covid-19 á Íslandi það sem af er þessu ári. Af þeim 13 sem hafa látist voru átta yfir sjötugu og fimm voru 90 ára eða eldri.

13 látist í ár vegna Covid-19

Kórónuveiran Covid-19 | 1. mars 2023

Á þessu ári hafa 13 látist úr Covid-19 á Íslandi.
Á þessu ári hafa 13 látist úr Covid-19 á Íslandi. Ljósmynd/Landspítali/Þorkell

Alls hafa 13 manns látist vegna Covid-19 á Íslandi það sem af er þessu ári. Af þeim 13 sem hafa látist voru átta yfir sjötugu og fimm voru 90 ára eða eldri.

Alls hafa 13 manns látist vegna Covid-19 á Íslandi það sem af er þessu ári. Af þeim 13 sem hafa látist voru átta yfir sjötugu og fimm voru 90 ára eða eldri.

Þetta sýna tölur sem Embætti landlæknis birti í gær, 28. febrúar, þegar þrjú ár voru liðin síðan fyrsta Covid-smitið greindist hér á landi.

Enn greinast á bilinu 100 til 120 manns með veiruna vikulega. Flest opinber Covid-19-próf eru tekin á sjúkrahúsum landsins, en heilsugæslan hefur tilkynnt að frá og með 1. mars muni hún ekki lengur bjóða upp á einkennasýnatöku. Einungis verður boðið upp á sýnatöku fyrir ferðalanga sem þurfa að sýna fram á neikvætt Covid-19-próf við komu til annarra landa.

Frá upphafi faraldursins hér á landi hafa samtals 263 látist vegna Covid-19. Athygli vekur að af þeim 263 sem látist hafa létust 224 á árunum 2022 og 2023, en öllum sóttvarnatakmörkunum var aflétt í lok febrúar á síðasta ári.

Sjö milljónir á heimsvísu

Samkvæmt tölum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) hafa tæplega sjö milljónir manna látist vegna Covid-19 á heimsvísu, frá upphafi faraldursins snemma árs 2020, og enn greinast tugir þúsunda manna með veiruna á sólarhring.

mbl.is