Höllin staðfestir titla barnanna

Höllin staðfestir titla barnanna

Upplýsingar um Lilibet og Archie, börn Harry Bretaprins og Meghan hertogaynju af Sussex, hafa verið uppfærðar á vef bresku konungshallarinnar. Bera þau nú titlana Archie prins og Lilibet prinsessa.

Höllin staðfestir titla barnanna

Kóngafólk í fjölmiðlum | 9. mars 2023

Archie og Lilibet Díana eru núna prins og prinsessa.
Archie og Lilibet Díana eru núna prins og prinsessa. Samsett mynd

Upplýsingar um Lilibet og Archie, börn Harry Bretaprins og Meghan hertogaynju af Sussex, hafa verið uppfærðar á vef bresku konungshallarinnar. Bera þau nú titlana Archie prins og Lilibet prinsessa.

Upplýsingar um Lilibet og Archie, börn Harry Bretaprins og Meghan hertogaynju af Sussex, hafa verið uppfærðar á vef bresku konungshallarinnar. Bera þau nú titlana Archie prins og Lilibet prinsessa.

Þau eru 6. og 7. arftakar að krúnunni. Harry og Meghan hafa þar að auki gefið út tilkynningu þess efnis að börnin beri nú þá titla sem þau eiga rétt á eftir að afi þeirra, Karl III. Bretakonungur, tók við völdum sem konungur. 

Í vikunni var greint frá skírn Lilibetar í Monctecito í Bandaríkjunum. Þegar talsmaður hjónanna staðfesti það gaf hann út tilkynningu með nafni Lilibetar og prinsessutitlinum. 

Mikil umræða hefur skapast um titla barnanna síðan þá í ljósi þess að Harry og Meghan stigu til hliðar í bresku konungsfjölskyldunni og hafa ekki sinnt konunglegum skyldum síðan í mars 2020. 

mbl.is