Býður Ron DeSantis að heimsækja Úkraínu

Úkraína | 15. mars 2023

Býður Ron DeSantis að heimsækja Úkraínu

Ron DeSantis, ríkisstjóra Flórída í Bandaríkjunum, hefur verið boðið í heimsókn til Úkraínu í kjölfar ummæla sinna um að áframhaldandi stuðningur Bandaríkjanna við Úkraínu sé ekki á meðal mikilvægra þjóðarhagsmuna landsins.

Býður Ron DeSantis að heimsækja Úkraínu

Úkraína | 15. mars 2023

Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída.
Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída. AFP

Ron DeSantis, ríkisstjóra Flórída í Bandaríkjunum, hefur verið boðið í heimsókn til Úkraínu í kjölfar ummæla sinna um að áframhaldandi stuðningur Bandaríkjanna við Úkraínu sé ekki á meðal mikilvægra þjóðarhagsmuna landsins.

Ron DeSantis, ríkisstjóra Flórída í Bandaríkjunum, hefur verið boðið í heimsókn til Úkraínu í kjölfar ummæla sinna um að áframhaldandi stuðningur Bandaríkjanna við Úkraínu sé ekki á meðal mikilvægra þjóðarhagsmuna landsins.

DeSantis er líklegur mótframbjóðandi Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, fyrir útnefningu repúblikana til forsetakosninga 2024.

Ummæli DeSantis hafa þótt gefa til kynna að hann muni líklega draga úr aðstoð til Úkraínu, verði hann forseti.

Kallaði stríðið „landhelgisdeilu“

Í svari sínu við spurningu Tucker Carlson, þáttastjórnanda Fox News, um hvort stuðningur við Úkraínu væri mikilvægur fyrir Bandaríkin, sagði DeSantis:

„Þó að Bandaríkin hafi marga mikilvæga þjóðarhagsmuni er það að flækjast enn frekar í landhelgisdeilu milli Úkraínu og Rússlands ekki einn þeirra.“

Spurður sömu spurningar, svaraði Trump:

„Nei, það er fyrir Evrópu. En ekki fyrir Bandaríkin.“

Talsmaður utanríkisráðuneytis Úkraínu, Óleg Níkólenkó, gagnrýndi ummæli DeSantis á Twitter í gær og bauð honum að heimsækja landið til að öðlast dýpri skilning á innrás Rússa.

„Við erum viss um að sem fyrrverandi herforingi þekki Ron DeSantis ríkisstjóri muninn á „deilu“ og stríði,“ tísti Nikolenko.

mbl.is