Dýrðleg bleikja með æðislegu meðlæti

Uppskriftir | 24. apríl 2023

Dýrðleg bleikja með æðislegu meðlæti

Hér erum við með hina fullkomnu uppskrift til að koma vikunni í gang. Bleikja er í uppáhaldi hjá ansi mörgum enda frábær fiskur og einstaklega bragðgóður. Meðlætið hér svíkur engan og dýrðlegur hnetumulningurinn ofan á réttinum toppar ansi margt!

Dýrðleg bleikja með æðislegu meðlæti

Uppskriftir | 24. apríl 2023

Ljósmyndari/Erna Sverris - Gott í matinn

Hér erum við með hina fullkomnu uppskrift til að koma vikunni í gang. Bleikja er í uppáhaldi hjá ansi mörgum enda frábær fiskur og einstaklega bragðgóður. Meðlætið hér svíkur engan og dýrðlegur hnetumulningurinn ofan á réttinum toppar ansi margt!

Hér erum við með hina fullkomnu uppskrift til að koma vikunni í gang. Bleikja er í uppáhaldi hjá ansi mörgum enda frábær fiskur og einstaklega bragðgóður. Meðlætið hér svíkur engan og dýrðlegur hnetumulningurinn ofan á réttinum toppar ansi margt!

Það er Erna Sverrisdóttir sem á heiðurinn að þessari uppskrift.

Hnetusilungur og linsusalat með salatosti og myntu-jógúrtsósu

Fyrir fjóra

  • 4 stk. silungsflök, roðflett og beinlaus
  • 1 1⁄2 dl kasjúhnetur, saxaðar
  • 1 dl hunang
  • Rifinn börkur af 1 límónu
  • 1 tsk. harissa eða annað chilímauk

Linsusalat með ostakubbi

  • 250 g soðnar Puy-linsur eða sama magn af soðnum brúnum hrísgrjónum
  • 150 g ostakubbur frá Gott í matinn, mulinn
  • 1 stk. rauð paprika, skorin í litla teninga
  • 2 stk. vorlaukar, skornir í þunnar sneiðar
  • handfylli af fersku kóríander, saxað
  • 75 g klettasalat eða spínat, gróft saxað
  • 1 msk. ólífuolía
  • 2 msk. ferskur appelsínusafi
  • 1 msk. límónusafi
  • hunang
  • sjávarsalt og svartur pipar

Myntu-jógúrtsósa

  • 2 dl hrein jógúrt frá Gott í matinn
  • lauf af einnri myntugrein, fín söxuð
  • sjávarsalt og svartur pipar
  • límónusafi

Jógúrtsósa með myntu

  1. Hrærið saman jógúrti og myntu.
  2. Smakkið til með límónusafa, salti og pipar.
  3. Silungur með hnetutoppi
  4. Stillið ofninn á 200°C.
  5. Hrærið saman kasjúhnetum, hunangi, límónuberki og chilímauki.
  6. Setjið silungsflökin hlið við hlið á bökunarplötu klædda bökunarpappír.
  7. Látið maukið jafnt yfir flökin.
  8. Bakið í 10 mínútur.

Linsusalat

  1. Blandið linsum varlega saman við fetaost, papriku, vorlauk, kóríander og salat.
  2. Pískið saman ólívuolíu, appelsínusafa og límónusafa. Smakkið til með hunangi, salti og pipar. Setjið varlega saman við linsusalatið.
mbl.is