Harry prins ekki boðið á svalirnar

Kóngafólk | 6. maí 2023

Harry prins ekki boðið á svalirnar

Harry Bretaprins var viðstaddur krýningu föður síns, Karls III. Bretakonungs, í dag og hélt á Heathrow-flugvöll skömmu eftir að athöfninni lauk.

Harry prins ekki boðið á svalirnar

Kóngafólk | 6. maí 2023

Harry Bretaprins eftir krýningu Karls III. Bretakonungs í dag.
Harry Bretaprins eftir krýningu Karls III. Bretakonungs í dag. AFP/Toby Melville

Harry Bretaprins var viðstaddur krýningu föður síns, Karls III. Bretakonungs, í dag og hélt á Heathrow-flugvöll skömmu eftir að athöfninni lauk.

Harry Bretaprins var viðstaddur krýningu föður síns, Karls III. Bretakonungs, í dag og hélt á Heathrow-flugvöll skömmu eftir að athöfninni lauk.

Harry kom einn án eiginkonu sinnar, Meghan hertogynju, sem varð eftir í Los Angeles í Bandaríkjunum með börnum þeirra, þar sem Archie prins fagnar fjögurra ára afmæli sínu í dag. Harry sat tveimur röðum fyrir aftan bróður sinn, Vilhjálm prins, í Westminster Abbey.

Hann fór einn í bíl skömmu eftir að athöfninni lauk og er talið að hann hafi farið beint á Heatrow-flugvöll og aftur til Bandaríkjanna vegna afmælis Archie, að því er BBC greinir frá.

Harry fór einn í bíl skömmu eftir athöfnina og hélt …
Harry fór einn í bíl skömmu eftir athöfnina og hélt aftur til Bandaríkjanna. AFP/Odd Andersen

Ekki í formlegu hlutverki

Karl III. konungur og Kamilla drottning veifuðu frá svölum Buckingham-hallar eftir krýninguna ásamt öðrum meðlimum konungsfjölskyldunnar, þar á meðal Vilhjálmi prins, Katrínu prinsessu og börnum þeirra.

Samkvæmt heimildum BBC var Harry ekki boðið á svalirnar eftir krýninguna.

Vilhjálmur prins af Wales, Katrín prinsessa og börn þeirra á …
Vilhjálmur prins af Wales, Katrín prinsessa og börn þeirra á svölum Buckingham-hallar.

Vitað var að Harry myndi mæta einn í athöfnina og ekki gegna formlegu hlutverki þar sem hann er ekki starfandi meðlimur konungsfjölskyldunnar.

Mikill fjöldi fólks fyrir utan Buckingham-höll í dag.
Mikill fjöldi fólks fyrir utan Buckingham-höll í dag. AFP/Bruce Adams
mbl.is