Þéttu byggð við Bústaðaveginn

Húsnæðismarkaðurinn | 6. maí 2023

Þéttu byggð við Bústaðaveginn

Sumarið 2021 hófust framkvæmdir við tvö tíu íbúða fjölbýlishús á tveimur hæðum og tíu íbúða raðhús í Furugerði við Bústaðaveg í Reykjavík. Alls 30 íbúðir. Þær komu til sölu fyrir áramót og eru nú flestar seldar. Félagið EA11 ehf. byggir íbúðirnar en það er í eigu fjárfestingafélagsins Umbru.

Þéttu byggð við Bústaðaveginn

Húsnæðismarkaðurinn | 6. maí 2023

María Rúnarsdóttir viðskiptafræðingur hefur lengi verið sjálfstætt starfandi fjárfestir.
María Rúnarsdóttir viðskiptafræðingur hefur lengi verið sjálfstætt starfandi fjárfestir. mbl.is/Arnþór

Sumarið 2021 hófust framkvæmdir við tvö tíu íbúða fjölbýlishús á tveimur hæðum og tíu íbúða raðhús í Furugerði við Bústaðaveg í Reykjavík. Alls 30 íbúðir. Þær komu til sölu fyrir áramót og eru nú flestar seldar. Félagið EA11 ehf. byggir íbúðirnar en það er í eigu fjárfestingafélagsins Umbru.

Sumarið 2021 hófust framkvæmdir við tvö tíu íbúða fjölbýlishús á tveimur hæðum og tíu íbúða raðhús í Furugerði við Bústaðaveg í Reykjavík. Alls 30 íbúðir. Þær komu til sölu fyrir áramót og eru nú flestar seldar. Félagið EA11 ehf. byggir íbúðirnar en það er í eigu fjárfestingafélagsins Umbru.

María Rúnarsdóttir, annar eigenda Umbru, tók á móti blaðamanni og ljósmyndara í Furugerðinu en iðnaðarmenn eru að leggja lokahönd á húsin.

María er sjálfstætt starfandi fjárfestir en hún hefur, eftir nám í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík og MBA-nám frá Tækniháskólanum í Massachusetts, MIT, komið að uppbyggingu fasteigna á Íslandi.

Furugerði 31-49. Hér smá sjá raðhúsin austast á byggingarreitnum.
Furugerði 31-49. Hér smá sjá raðhúsin austast á byggingarreitnum. mbl.is/Arnþór

Mörg járn í eldinum

„Að loknu námi kom ég heim og fór að vinna með Davíð Frey Albertssyni félaga mínum í þessum byggingarbransa. Við unnum upphaflega saman í fasteignafélagi sem hét SMI en Davíð Freyr var framkvæmdastjóri félagsins.

Við erum saman í þessu verkefni hér í Furugerði; eigum það saman en við erum með fjárfestingafélag sem heitir Umbra sem á þessi verkefni. Við erum með fjögur verkefni í gangi og Furugerðið er eitt af þeim. Við erum líka að byggja þrjú íbúðarhús í Vogum á Vatnsleysuströnd, samtals 36 íbúðir sem standa við Grænuborg 6, 10 og 14 og stór hluti af því er seldur.

Jáverk er að byggja það fyrir okkur en verkefnið gengur vel. Við erum jafnframt að fara af stað með tvö önnur stór verkefni. Annars vegar á Ártúnshöfða og hins vegar á Álftanesi. Við keyptum lóð á Álftanesi fyrir að verða sex árum síðan en hún er við hliðina á hesthúsahverfinu og heitir Víðiholt.“

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu sem kom út í gær, föstudag.

mbl.is/Arnþór
mbl.is