„Best ef þessi tala hefði verið rétt“

„Best ef þessi tala hefði verið rétt“

„Auðvitað hefði verið best ef þessi tala hefði verið rétt þegar við lögðum ársreikninginn fram í síðustu viku,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, á aukafundi borgarstjórnar sem hófst í hádeginu. Fundarefnið er ársreikningur borgarinnar fyrir árið 2022. 

„Best ef þessi tala hefði verið rétt“

Fjárhagsörðugleikar Reykjavíkurborgar | 9. maí 2023

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Auðvitað hefði verið best ef þessi tala hefði verið rétt þegar við lögðum ársreikninginn fram í síðustu viku,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, á aukafundi borgarstjórnar sem hófst í hádeginu. Fundarefnið er ársreikningur borgarinnar fyrir árið 2022. 

„Auðvitað hefði verið best ef þessi tala hefði verið rétt þegar við lögðum ársreikninginn fram í síðustu viku,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, á aukafundi borgarstjórnar sem hófst í hádeginu. Fundarefnið er ársreikningur borgarinnar fyrir árið 2022. 

Í síðustu viku var greint frá því að við end­ur­skoðun á árs­reikn­ingi reynd­ust verðbæt­ur í sjóðstreymi oftald­ar um 2.492 millj­ón­ir kr. og lán­taka van­tal­in um sömu fjár­hæð. 

„Næst best er að þetta sé rétt þegar að við staðfestum hann [ársreikninginn],“ sagði Dagur og þakkaði endurskoðunarnefnd fyrir glöggan yfirlestur, en þaðan barst ábendingin sem leiddi til breytingarinnar. 

Hann benti á að breytingin hefði ekki áhrif á niðurstöðu ársreikningsins, en hún hefur áhrif á niðurstöðu veltufjár frá rekstri og fjármögnunarhreyfingar í sjóðstreymi. 

Lægstu skuldirnar í Reykjavík og Kópavogi 

Dagur nefndi að skuldir borgarinnar hefðu verið helmingaðar á síðustu tíu árum, sem hlutfall af tekjum. 

„Þær voru um 275% 2010 þegar meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar tók við stjórn borgarinnar, en hafa lækkað markvisst síðan og verið í kringum 150% síðustu ár.“

Hann sagði að Reykjavík og Kópavogur væru með lægstu skuldirnar miðað við tekjur og hæstar séu þær í Hafnarfirði, Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi.

Þá sagði Dagur að ef ríkið væri sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu þá væri A-hluti ríkisins með hæstu skuldirnar, eða um 150% af tekjum. 

Þá benti borgarstjóri á að samkvæmt fjármálaáætlun ríkisins sé markmiðið að ná lækkun á skuldahlutfalli árið 2028, en Reykjavíkurborg ætli að gera það árið 2025. 

„Til þess að það gangi eftir vonast ég eftir góðri samvinnu og samstöðu innan borgarstjórnar um að standa við aðgerðaáætlunina sem lögð var fram í haust,“ sagði Dagur. 

mbl.is