Röndótt, litríkt og djarft það heitasta í sumar

Fatastíllinn | 11. maí 2023

Röndótt, litríkt og djarft það heitasta í sumar

Rendur hafa lengi verið stór partur af sumartískunni. Í ár virðumst við þó vera að færast hægt og rólega frá látlausri litapallettu og stílhreinum röndum yfir í ýktari línur og meiri litagleði þar sem blanda af óvæntum litum verður það allra heitasta.

Röndótt, litríkt og djarft það heitasta í sumar

Fatastíllinn | 11. maí 2023

Að mati tískusérfræðinga verður litríkt, röndótt og djarft það allra …
Að mati tískusérfræðinga verður litríkt, röndótt og djarft það allra heitasta í sumar. Samsett mynd

Rendur hafa lengi verið stór partur af sumartískunni. Í ár virðumst við þó vera að færast hægt og rólega frá látlausri litapallettu og stílhreinum röndum yfir í ýktari línur og meiri litagleði þar sem blanda af óvæntum litum verður það allra heitasta.

Rendur hafa lengi verið stór partur af sumartískunni. Í ár virðumst við þó vera að færast hægt og rólega frá látlausri litapallettu og stílhreinum röndum yfir í ýktari línur og meiri litagleði þar sem blanda af óvæntum litum verður það allra heitasta.

Tískuunnendur hafa líklega tekið eftir djarfari röndum á tískupöllunum í vor, en hönnuðir hafa í auknu mæli verið að leika sér með mismunandi liti, áferð og stærð á röndum til þess að skapa flíkur með sterkan karakter.

Litríkar rendur eru góð leið til að hressa upp á hvaða dress sem er og gefa því ferskan blæ. Möguleikarnir eru endalausir enda hægt að finna flestallar flíkur og fylgihluti með röndóttu mynstri.

Er eitthvað sumarlegra en röndóttur kjóll?
Er eitthvað sumarlegra en röndóttur kjóll? Skjáskot/Instagram

Litagleðin tekur völdin í sumar

Sumum gæti þótt yfirþyrmandi að stílisera djarfa, marglita og röndótta flík, en það sem skiptir mestu máli hér er að þora að fara aðeins út fyrir þægindarammann og leyfa litagleðinni að njóta sín. 

Byrjaðu á því að velja eina röndótta flík sem verður aðalatriðið í dressinu. Hér er tilvalið að byrja á röndóttri skyrtu og stílisera til dæmis við flottar gallabuxur eða pils. 

Hér má sjá skærbleika röndótta skyrtu við flottar gallabuxur, en …
Hér má sjá skærbleika röndótta skyrtu við flottar gallabuxur, en skórnir og taskan setja svo punktinn yfir i-ið. Skjáskot/Instagram

Fyrir þá sem eru ekki alveg tilbúnir að henda sér út í djúpu litalaugina er tilvalið að byrja á því að prófa sig áfram með fylgihluti. Litrík röndótt taska eða slæða er hin fullkomna byrjun og auðvelt að stílisera með hvaða dressi sem er.

Fylgihlutir eru frábær leið til að prófa sig áfram með …
Fylgihlutir eru frábær leið til að prófa sig áfram með djarfari liti og mynstur. Skjáskot/Instagram
mbl.is