Össur mun auka stuðning við Úkraínu

Úkraína | 24. maí 2023

Össur mun auka stuðning við Úkraínu

Heilbrigðistæknifyrirtækið Össur hf. er búið að skrifa undir samkomulag við endurhæfingaspítalann Unbroken Medical Center, í Lviv í Úkraínu, um frekara samstarf. Fyrirtækið hefur frá byrjun Úkraínustríðsins gefið stoðtæki til fólks og þjálfað á annan tug sérfræðinga. 

Össur mun auka stuðning við Úkraínu

Úkraína | 24. maí 2023

Sveinn Sölvason ásamt starfsfólki Unbroken endurhæfingaspítalans
Sveinn Sölvason ásamt starfsfólki Unbroken endurhæfingaspítalans

Heilbrigðistæknifyrirtækið Össur hf. er búið að skrifa undir samkomulag við endurhæfingaspítalann Unbroken Medical Center, í Lviv í Úkraínu, um frekara samstarf. Fyrirtækið hefur frá byrjun Úkraínustríðsins gefið stoðtæki til fólks og þjálfað á annan tug sérfræðinga. 

Heilbrigðistæknifyrirtækið Össur hf. er búið að skrifa undir samkomulag við endurhæfingaspítalann Unbroken Medical Center, í Lviv í Úkraínu, um frekara samstarf. Fyrirtækið hefur frá byrjun Úkraínustríðsins gefið stoðtæki til fólks og þjálfað á annan tug sérfræðinga. 

Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir: „Samkomulagið sem undirritað var í dag undirstrikar vilja beggja aðila að ganga enn lengra í að stofna til viðskiptasambands með það að markmiði að finna skilvirka leið til að útvega þjálfun og þjónusta fleiri sjúklinga með lausnum Össurar“.

Borgarstjóri Lviv var viðstaddur undirritun samkomulagsins. 

Vaxandi þörf á stoðtækjum

Mikil og vaxandi þörf er í Úkraínu fyrir stoðtækjalausnum og klínískum sérfræðingum til að geta veitt sjúklingum bætta heilbrigðisþjónustu. Fjöldi aflimaðra í Úkraínu eykst dag frá degi sökum yfirstandandi stríðs og gera óopinberar tölur ráð fyrir að fjöldi hermanna og óbreyttra borgara sem þurfa á stoðtækjum að halda sé um og yfir 20.000.

„Össur er eitt af fáum fyrirtækjum á heimsvísu sem hefur heildstæða þekkingu og lausnir sem geta skipt sköpum í því ástandi sem nú ríkir í Úkraínu. Við erum einbeitt í að leggja okkar af mörkum við að byggja upp þá þjónustu sem þarf til að ná til þeirra fjölmörgu einstaklinga í Úkraínu sem þurfa á stoðtækjum og varanlegri endurhæfingu að halda,“ segir Sveinn Sölvason, forstjóri Össurar, í tilkynningunni. 

Samkomulagið var undirritað að viðstöddum Andriy Sadovy borgarstjóra Lviv, Degi B. Eggertssyni borgarstjóra Reykjavíkur og Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur forseta borgarstjórnar.

mbl.is