Yrði of kostnaðarsamt að reka hann út

Kóngafólk í fjölmiðlum | 26. maí 2023

Yrði of kostnaðarsamt að reka hann út

Svo virðist sem Andrés prins muni fá sínu framgegnt í deilu við Karl III. Bretakonung um búsetu í Royal Lodge. 

Yrði of kostnaðarsamt að reka hann út

Kóngafólk í fjölmiðlum | 26. maí 2023

Karl lll. Bretakonungur og Andrés prins deila um flutninga.
Karl lll. Bretakonungur og Andrés prins deila um flutninga. Samsett mynd

Svo virðist sem Andrés prins muni fá sínu framgegnt í deilu við Karl III. Bretakonung um búsetu í Royal Lodge. 

Svo virðist sem Andrés prins muni fá sínu framgegnt í deilu við Karl III. Bretakonung um búsetu í Royal Lodge. 

Andrés prins hefur búið í Royal Lodge síðustu tuttugu árin og á víst fleiri áratugi eftir af leigusamningnum sínum, sem sagt er að sé til 75 ára. Það yrði því mjög kostnaðarsamt að leysa hann undan þeim samningi og það þyrfti alltaf að semja við hann um flutninginn. Þá þyrfti einnig að endurgreiða honum fyrir allar þær umbætur sem hann hefur gert í Royal Lodge.

Þó telja sérfræðingar að í samningnum sé klausa um riftun, geti Andrés prins ekki greitt fyrir rekstur og viðhald hússins, en það er þó ekki ákvörðun konungs heldur kemur það í hlut ríkisins (Chancellor of the Exchequer) að taka slíkar ákvarðanir.

Karli er mjög í mun að skera niður allan kostnað og þar með talin framlög til bróður síns sem er ekki lengur starfandi meðlimur fjölskyldunnar. Andrés prins mun því ekki hafa efni á að reka Royal Lodge og þótti því flutningurinn í Frogmore Cottage vera meira við hæfi fyrir prinsinn. En nú hefur komið í ljós að ef til vill hefur prinsinn ekki heldur efni á að búa þar, verði árleg framlög til hans skorin niður.

mbl.is