Lou­vre verndar úkraínsk lista­verk

Úkraína | 7. júní 2023

Lou­vre verndar úkraínsk lista­verk

Louvre-safnið fræga í París í Frakklandi hefur boðið söfnum í Úkraínu aðstoð sína við það að varðveita listaverk sem eru í hættu þar í landi vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Meðal þeirra verka sem safnið mun varðveita eru fimm býsantískar myndir sem eru um fimmtán hundruð ára gamlar.

Lou­vre verndar úkraínsk lista­verk

Úkraína | 7. júní 2023

Louvre safnið hýsir nú þegar mikinn fjölda sögufrægra listaverka.
Louvre safnið hýsir nú þegar mikinn fjölda sögufrægra listaverka. AFP

Louvre-safnið fræga í París í Frakklandi hefur boðið söfnum í Úkraínu aðstoð sína við það að varðveita listaverk sem eru í hættu þar í landi vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Meðal þeirra verka sem safnið mun varðveita eru fimm býsantískar myndir sem eru um fimmtán hundruð ára gamlar.

Louvre-safnið fræga í París í Frakklandi hefur boðið söfnum í Úkraínu aðstoð sína við það að varðveita listaverk sem eru í hættu þar í landi vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Meðal þeirra verka sem safnið mun varðveita eru fimm býsantískar myndir sem eru um fimmtán hundruð ára gamlar.

Í heildina er um sextán verk að ræða sem mörg eru almennt hýst hjá einu þjóðarlistasafni Úkraínu í Kænugarði, Bohdan og Varvara Khanenko-safninu. Safnið hefur til dæmis varðveitt býsantísku myndirnar en fjórar þeirra koma frá klaustri Sankti Katrínar í Egyptalandi. Það fimmta er talið vera frá þrettándu eða fjórtándu öld og kemur frá tyrknesku borginni sem þá hét Konstantínópel.

Býsantísku myndirnar fimm verða til sýnis á Louvre-safninu frá því 14. júní til 6. nóvember á þessu ári.

Áhyggjur af stuldi og ólöglegri sölu

Í samtali við AFP vegna varðveislunnar segir Laurence des Cars, forseti Louvre-safnsins, að safnið, líkt og önnur, hafi haft miklar áhyggjur af stöðu kollega sinna síðan að stríðið í Úkraínu hófst. Þá hafi safnið einna helst haft áhyggjur af stuldi og ólöglegri sölu listaverka og sögulegra muna vegna stríðsins.

Verk úkraínska listasafnsins hafa verið í hættu vegna sprenginga í nánd við safnið og hitabreytinga vegna rafmagnsleysis en viðkvæmustu verkin verða til húsa í geymslum Louvre-safnsins þar til ástandið verður öruggara í Úkraínu.

mbl.is