Ekki frekari heimildir til strandveiða

Strandveiðar | 6. júlí 2023

Ekki frekari heimildir til strandveiða

Matvælaráðuneytið hefur hafnað beiðni Landssambands smábátaeigenda um að 4.000 tonna þorskkvóta verði bætt við strandveiðipottinn.

Ekki frekari heimildir til strandveiða

Strandveiðar | 6. júlí 2023

Fóru smá­báta­eig­end­ur þess á leit við mat­vælaráðherra að hún hækkaði …
Fóru smá­báta­eig­end­ur þess á leit við mat­vælaráðherra að hún hækkaði aflaviðmið fyrir núverandi strandveiðiár um 4.000 tonn. Samsett mynd

Matvælaráðuneytið hefur hafnað beiðni Landssambands smábátaeigenda um að 4.000 tonna þorskkvóta verði bætt við strandveiðipottinn.

Matvælaráðuneytið hefur hafnað beiðni Landssambands smábátaeigenda um að 4.000 tonna þorskkvóta verði bætt við strandveiðipottinn.

Landssamband smábátaeigenda sendi Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra erindið 25. júní. Barst þeim svar frá Matvælaráðuneytinu í dag.

Strandveiðar líklega stöðvaðar í næstu viku

Í erindi LS segir að líkur séu á því að útgefinni aflaviðmiðun, sem nemur 10.000 tonnnum, verði náð í strandveiðivikunni 10.-13. júlí. Verði ekki bætt við veiðiheimildum fyrir þann tíma muni Fiskistofa stöðva strandveiðar.

Fór LS því þess á leit við matvælaráðherra að hún kæmi í veg fyrir stöðvun strandveiða á núverandi fiskveiðiári með því að hækka aflaviðmið um 4.000 tonn og „tryggja með því jafnræði milli landshluta“, líkt og segir í erindi.

Sögðu smábátaeigendur í erindi sínu að ástand þorskstofnsins væri afar gott og færðu þeir röksemdir fyrir því að hækkun viðmiðunarafla til strandveiða rúmaðist innan vísindalegrar ráðgjafar.

Veiðiheimildum þegar ráðstafað

Í svari ráðuneytis segir að öllum veiðiheimildum fyrir fiskveiðiárið hafi þegar verið ráðstafað, einnig með tilliti til strandveiða.

Ráðuneytið hafi ekki lagaheimild til þess að fallast á erindi sambandsins samkvæmt þeim málaflutningi sem þar komi fram.

mbl.is