Bátur með 903 kíló af umframafla á strandveiðum

Strandveiðar | 13. júní 2023

Bátur með 903 kíló af umframafla á strandveiðum

Það sem af er strandveiðitímabilinu hefur verið landað rúmlega 88 tonnum af umframafla.  Þar af hafa þeir 20 bátar sem landað hafa mestum umframafla landað 13% umframaflans eða 12 tonnum.

Bátur með 903 kíló af umframafla á strandveiðum

Strandveiðar | 13. júní 2023

Heilt yfir hafa strandveiðibátar landað rétt rúmlega 88 tonnum af …
Heilt yfir hafa strandveiðibátar landað rétt rúmlega 88 tonnum af afla umfram leyfilegt hámark. mbl.is/Ólafur Bernódusson

Það sem af er strandveiðitímabilinu hefur verið landað rúmlega 88 tonnum af umframafla.  Þar af hafa þeir 20 bátar sem landað hafa mestum umframafla landað 13% umframaflans eða 12 tonnum.

Það sem af er strandveiðitímabilinu hefur verið landað rúmlega 88 tonnum af umframafla.  Þar af hafa þeir 20 bátar sem landað hafa mestum umframafla landað 13% umframaflans eða 12 tonnum.

Sá bátur sem landað hefur mestum umframafla hefur landað 903 kílóum umfram leyfilegt hámark eftir 11 róðra í maí og 1 róður í júní. Mesti umframaflinn sem báturinn landaði í stökum róðri var 174 kíló að því er fram kemur á vef Fiskistofu, en tekið skal fram að skráning stofnunarinnar miðar við stöðuna eins og hún var 7. júní.

Næstu fjórir bátar meðð mestan umframafla hafa landað umframafla á bilinu 701 til 755 kíló. Tveir eru með afla yfir 650 kíló en innan við 700. Næstu 13 bátar eru með umframafla á bilinu 488 kíló til 599.

Bátum á strandveiðum er ekki heimilt að landa meira en 650 kíló af þorskígildum í hverjum róðri að undanskildum ufsa sem telst ekki til hámarksafla. 

Aðeins einn róður á sólarhring

Bátum sem skráðir eru til strandveiða er heimilt að stunda strandveiðar í 12 veiðidaga innan hvers mánaðar í maí, júní, júlí og ágúst, á mánudögum, þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum.

Fiskistofa vakti nýverið sérstaklega athygli strandveiðisjómanna á að aðeins ein veiðiferð er heimil á dag „sem stendur ekki lengur en 14 klst. Miðað er við þann tíma er skip lætur úr höfn til veiða til þess tíma er það kemur til hafnar aftur til löndunar. Til þess að veiðiferð telist vera innan dags þarf skip að leggja úr höfn til veiða á sama degi og það kemur til hafnar aftur til löndunar, þ.e. innan sama sólarhrings.“

mbl.is