Byggðaráð Skagafjarðar harmar stöðvun strandveiða

Strandveiðar | 17. ágúst 2023

Byggðaráð Skagafjarðar harmar stöðvun strandveiða

Byggðaráð Skagafjarðar telur „ólíðandi […] að veiðitími sé með skyndilegri stöðvun tekinn af strandveiðisjómönnum á Norðurlandi þriðja árið í röð vegna þess að potturinn er búinn áður en verðmætasti fiskurinn kemur norður fyrir land,“ að því er segir í fundargerð ráðsins.

Byggðaráð Skagafjarðar harmar stöðvun strandveiða

Strandveiðar | 17. ágúst 2023

Byggðaráð Skagafjarðar segir ólíðandi að strandveiðar séu stöðvaðar áður en …
Byggðaráð Skagafjarðar segir ólíðandi að strandveiðar séu stöðvaðar áður en verðmætasti fiskurinn komi norður fyrir land. mbl.is/Sigurður Bogi

Byggðaráð Skagafjarðar telur „ólíðandi […] að veiðitími sé með skyndilegri stöðvun tekinn af strandveiðisjómönnum á Norðurlandi þriðja árið í röð vegna þess að potturinn er búinn áður en verðmætasti fiskurinn kemur norður fyrir land,“ að því er segir í fundargerð ráðsins.

Byggðaráð Skagafjarðar telur „ólíðandi […] að veiðitími sé með skyndilegri stöðvun tekinn af strandveiðisjómönnum á Norðurlandi þriðja árið í röð vegna þess að potturinn er búinn áður en verðmætasti fiskurinn kemur norður fyrir land,“ að því er segir í fundargerð ráðsins.

Ráðið fundaði í gær og var samþykkt bókun sem tók undir sjónarmið Drangeyjar - smábátafélags Skagafjarðar um stöðvun strandveiða um mitt sumar.

„Það er grundvallaratriði að jafnrétti verði aukið á milli byggðarlaga, tækifæri jöfnuð til að sækja í þann heildarpott sem úthlutað er til strandveiða og takmörkuðum gæðum þannig skipt á réttlátari hátt á milli svæða en nú er. Mikilvægt er að Alþingi endurskoði núverandi fyrirkomulag með framangreint í að markmiði,“ segir í bókuninni.

Strandveiðar voru stöðvaðar 12. júlí síðastliðinn eftir að veiðiheimildir veiðanna kláruðust. Í kjölfarið mótmæltu strandveiðisjómenn ákvörðuninni enda hafa strandveiðisjómenn krafist 12 veiðidaga í fjóra mánuði, maí til ágúst.

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur lagt til að svæðisskipting strandveiða verði tekin upp til að tryggja að strandveiðisjómenn á öllum veiðisvæðum fái jafnar veiðiheimildir. Frumvarp þess efnis var lagt fyrir Alþingi í mars en fékkst ekki afgreitt fyrir þinglok. Ekki er vitað hvort frumvarpið verði endurflutt á nýju þingi.

mbl.is