Barbíbleik Dior-sundlaug í Beverly Hills

Sundlaugar | 7. ágúst 2023

Barbíbleik Dior-sundlaug í Beverly Hills

Beverly Hills hótelið er sögufrægt hótel sem hefur yfir sér klassískt Hollywood yfirbragð þar sem bleikir og grænir litir ráða ríkjum. Hótelið var byggt árið 1912 og lagið Hotel California eftir The Eagles er lauslega byggt á sögu hótelsins.

Barbíbleik Dior-sundlaug í Beverly Hills

Sundlaugar | 7. ágúst 2023

Dior hannaði sundlaugarsvæðið upp á nýtt og fyllti það af …
Dior hannaði sundlaugarsvæðið upp á nýtt og fyllti það af bleikum hlutum. Skjáskot/Instagram

Beverly Hills hótelið er sögufrægt hótel sem hefur yfir sér klassískt Hollywood yfirbragð þar sem bleikir og grænir litir ráða ríkjum. Hótelið var byggt árið 1912 og lagið Hotel California eftir The Eagles er lauslega byggt á sögu hótelsins.

Beverly Hills hótelið er sögufrægt hótel sem hefur yfir sér klassískt Hollywood yfirbragð þar sem bleikir og grænir litir ráða ríkjum. Hótelið var byggt árið 1912 og lagið Hotel California eftir The Eagles er lauslega byggt á sögu hótelsins.

Nú hefur tískumerkið Dior tekið yfir og endurhannað sundlaugarsvæðið í takmarkaðan tíma. Engu er til sparað. Þar má eingöngu finna Dior-muni hvort sem um er að ræða sólhlífar eða ís sölubás. Þá er þar einnig búð sem selur auðvitað helstu Dior vörurnar.

Allt hefur verið málað bleikt og eru bastútihúsgögn áberandi. Meira að segja er kampavínið haft bleikt. 

Sjón er sögu ríkari en nóttin á hótelinu kostar frá 100 þúsund krónum.

Beverly Hills Hotel í Kaliforníu á sér enga hliðstæðu.
Beverly Hills Hotel í Kaliforníu á sér enga hliðstæðu. Skjáskot/Instagram
Þarna er allt til alls.
Þarna er allt til alls. Skjáskot/Instagram
Hótelið er sjarmerandi og hefur haldið í anda liðins tíma.
Hótelið er sjarmerandi og hefur haldið í anda liðins tíma. Skjáskot/Instagram
Sundlaugarsvæðið er glæsilegt.
Sundlaugarsvæðið er glæsilegt. Skjáskot/Instagram
Í heilsulindinni má fara í Dior-þrungið dekur.
Í heilsulindinni má fara í Dior-þrungið dekur. Skjáskot/Instagram







mbl.is