Rússland „í sambandi“ við Kúbu vegna mansalshrings

Úkraína | 28. september 2023

Rússland „í sambandi“ við Kúbu vegna mansalshrings

Stjórnvöld í Rússlandi og á Kúbu eru „í sambandi“ eftir að lögregluyfirvöld á Kúbu handtóku menn þar í landi í tengslum við meintan mansalshring. Sagt er að hringurinn gangi út á að fá kúbanska ríkisborgara til liðs við hersveitir Rússa í Úkraínu. 

Rússland „í sambandi“ við Kúbu vegna mansalshrings

Úkraína | 28. september 2023

Viktor Koronelli, sendiherra Rússlands í Kúbu.
Viktor Koronelli, sendiherra Rússlands í Kúbu. AFP

Stjórnvöld í Rússlandi og á Kúbu eru „í sambandi“ eftir að lögregluyfirvöld á Kúbu handtóku menn þar í landi í tengslum við meintan mansalshring. Sagt er að hringurinn gangi út á að fá kúbanska ríkisborgara til liðs við hersveitir Rússa í Úkraínu. 

Stjórnvöld í Rússlandi og á Kúbu eru „í sambandi“ eftir að lögregluyfirvöld á Kúbu handtóku menn þar í landi í tengslum við meintan mansalshring. Sagt er að hringurinn gangi út á að fá kúbanska ríkisborgara til liðs við hersveitir Rússa í Úkraínu. 

Þetta segir Viktor Koronelli, sendiherra Rússlands í Kúbu, en fyrr í mánuðinum tilkynnti kúbanska ut­an­rík­is­ráðuneytið að þarlend yf­ir­völd hafi svipt hul­unni af man­sals­hringnum. Þá voru 17 handteknir í tengslum við málið.

„Stjórnvöld eru að vinna í þessu,“ sagði Koronelli við blaðamenn í Havana í dag. Bætti hann við að hann væri ekki meðvitaður um hversu margir Kúbverjar væri í Rússlandi.

Kúba ekki í stríði við Úkraínu

Bruno Rodrigu­ez, ut­an­rík­is­ráðherra Kúbu, seg­ir í færslu á sam­fé­lags­miðlin­um X, áður Twitter, að stjórn­völd vinni í þess­um máli af full­um þunga. 

„Kúba á ekki aðild að stríðsátök­un­um í Úkraínu,“ seg­ir ráðuneytið. Bætt er við að það muni grípa til viðeig­andi aðgerða gegn öll­um þeim sem tengj­ast man­sali í þeim til­gangi að fá kúb­anska rík­is­borg­ara til að grípa til vopna gegn Úkraínu­mönn­um. 

Fram kem­ur í um­fjöll­un AFP að stjórn­völd í Rússlandi hafi ekki tjáð sig um málið. 

Hafa eflt stjórnmálasamband

Stjórn­völd í Rússlandi og á Kúbu hafa eflt stjórn­mála­sam­band ríkj­anna ný­verið. Í lok síðasta árs átti Migu­el Díaz-Ca­nel, for­seti Kúbu, fund með Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seta. 

Í júní átti síðan Al­varo Lopez Miera, varn­ar­málaráðherra Kúbu, fund með rúss­neska starfs­bróður sín­um, Ser­gei Shugu.

mbl.is