Pútín vill skapa „nýjan heim“

Úkraína | 5. október 2023

Pútín vill skapa „nýjan heim“

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir það hafa verið markmið Rússlands að skapa „nýjan heim“. Kennir hann yfirvöldum vestrænna ríkja um harðnandi sókn Rússa í Úkraínu. 

Pútín vill skapa „nýjan heim“

Úkraína | 5. október 2023

Vladimír Pútín segir Rússum falið að byggja nýjan heim.
Vladimír Pútín segir Rússum falið að byggja nýjan heim. AFP/Sergei Guneyev

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir það hafa verið markmið Rússlands að skapa „nýjan heim“. Kennir hann yfirvöldum vestrænna ríkja um harðnandi sókn Rússa í Úkraínu. 

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir það hafa verið markmið Rússlands að skapa „nýjan heim“. Kennir hann yfirvöldum vestrænna ríkja um harðnandi sókn Rússa í Úkraínu. 

Pútín hefur lýst innrás Rússa í Úkraínu, sem hófst í febrúar árið 2022, sem hluta af langvarandi átökum við vesturlöndin. 

„Okkur er í raun falið að byggja nýjan heim,“ segir Pútín og bætir við að stefna vesturlanda hefði verið að verða alþjóðlegt veldi. 

„Vestrið þarf alltaf að eiga óvin,“ segir hann. 

Efast um tilvist úkraínska ríkisins

Þá segir Pútín að átökin í Úkraínu snúist ekki um landsvæði og að yfirvöld í Rússlandi hafi engan áhuga á að leggja undir sig ákveðin svæði. 

Rússneski herinn hefur þrátt fyrir það lagt undir sig stór svæði í suður- og austurhluta Úkraínu, auk þess sem Pútín hefur formlega innlimað fjórar úkraínskar borgir. 

Þá hefur hann lengi haldið því fram að úkraínsk yfirráðasvæði séu raunar rússnesk yfirráðasvæði og þannig viðrað efasemdir sínar um að úkraínska ríkið sé í raun til. 

mbl.is