Pútín snýst á sveif með íslamistum

Ísrael/Palestína | 15. október 2023

Pútín snýst á sveif með íslamistum

Á árum áður ræktuðu stjórnvöld Rússlands og Írans tengslin sín á milli, en rakna fór upp úr þeim eftir því sem bæði ríki reyndu að styrkja samband sitt við Vesturlönd. Nú er svo komið að yfirvöld beggja landa eru úrhrök á alþjóðasviðinu og hafa hrakist á brott í sama hornið.

Pútín snýst á sveif með íslamistum

Ísrael/Palestína | 15. október 2023

Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur engar samúðarkveðjur sent í kjölfar hryðjuverka …
Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur engar samúðarkveðjur sent í kjölfar hryðjuverka Hamas. Samsett mynd/AFP

Á árum áður ræktuðu stjórnvöld Rússlands og Írans tengslin sín á milli, en rakna fór upp úr þeim eftir því sem bæði ríki reyndu að styrkja samband sitt við Vesturlönd. Nú er svo komið að yfirvöld beggja landa eru úrhrök á alþjóðasviðinu og hafa hrakist á brott í sama hornið.

Á árum áður ræktuðu stjórnvöld Rússlands og Írans tengslin sín á milli, en rakna fór upp úr þeim eftir því sem bæði ríki reyndu að styrkja samband sitt við Vesturlönd. Nú er svo komið að yfirvöld beggja landa eru úrhrök á alþjóðasviðinu og hafa hrakist á brott í sama hornið.

Bandaríska dagblaðið Wall Street Journal fjallar um þetta og hefur eftir stjórnmálaskýrendum.

Virðist nú sem í Kreml sé reynt að leggja grundvöll fyrir strategískt samband við klerkastjórnina í Íran. Hún hefur þegar útvegað þúsundir sjálfseyðingardróna, sem rússneski herinn hefur beitt í Úkraínu til að skaða og eyðileggja innviði landsins, og er nú tekin til við að útvega íhluti svo hægt verði að setja drónana saman innan Rússlands.

Í staðinn hafa Rússar gefið Írönum æfingaflugvélar af gerðinni Jak-130 og íhuga að selja þeim orrustuþotur af gerðinni Su-35, sem gætu breytt valdajafnvæginu í loftinu yfir Mið-Austurlöndum.

Blóm og leikföng fyrir utan palestínska sendiráðið í Moskvu á …
Blóm og leikföng fyrir utan palestínska sendiráðið í Moskvu á föstudag. AFP

Lofa afstöðu Pútíns

Þessi styrking sambandsins af hálfu Rússa hefur einnig náð til hryðjuverkasamtakanna Hamas, sem njóta stuðnings íranska ríkisins og hafa nú drepið fleiri en 1.400 manns í Ísrael á rúmri viku.

Á undanförnu ári hafa að minnsta kosti tvær sendinefndir hátt skipaðra liðsmanna Hamas flogið til viðræðna í Moskvuborg.

Nú um helgina birtu samtökin svo yfirlýsingu á Telegram-rás sinni þar sem þau lofa afstöðu Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta í átökunum.

„Við í íslömsku andspyrnuhreyfingunni [Hamas] kunnum að meta afstöðu rússneska forsetans Vladimírs Pútín, varðandi yfirstandandi árásis síonista gegn okkar fólki og óánægju hans með umsátrið um Gasa,“ segir í yfirlýsingunni.

Ísraelar héldu áfram að gera loftárásir á Gasa í gærkvöldi.
Ísraelar héldu áfram að gera loftárásir á Gasa í gærkvöldi. AFP

Íran bandamaður Rússlands

Stjórnvöld í Rússlandi hafa ekki fordæmt hryðjuverk Hamas-samtakanna og engar samúðarkveðjur hafa borist frá Kremlinni.

Rússneski þingmaðurinn Andrei Gúrúlev, sem situr í varnarnefnd þingsins, skrifaði um Hamas á Telegram-rás sína og sagði þar að rússnesk herlið gætu lært af aðferðum þeirra og hvernig þau náðu að yfirstíga varnir Ísraels.

„Hverra bandamaður er Ísrael. Bandaríkjanna,“ skrifaði hann. „Hverra bandamaður er Íran og múslimaheimurinn þar í kring? Okkar.“

mbl.is