Vikumatseðillinn af betri gerðinni fyrir matgæðinga

Uppskriftir | 16. október 2023

Vikumatseðillinn af betri gerðinni fyrir matgæðinga

Guðrún Jóhannesdóttir matgæðingur með meiru býður upp á vikumatseðilinn að þessu sinni sem er svo sannarlega af betri gerðinni. Guðrún er einn stofnanda verslunarinnar Kokku á Laugavegi. Verslunin selur flest sem tengist því að elda og njóta matar, en Guðrún segist alla tíð hafa haft mjög „nördalegan“ áhuga á eldhúsi og mat og veit fátt skemmtilegra að en matreiða og bera fallega fram á borð.

Vikumatseðillinn af betri gerðinni fyrir matgæðinga

Uppskriftir | 16. október 2023

Guðrún Jóhannesdóttir matgæðingur með meiru býður upp á vikumatseðil sem …
Guðrún Jóhannesdóttir matgæðingur með meiru býður upp á vikumatseðil sem er að betri gerðinni að þessu sinni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðrún Jóhannesdóttir matgæðingur með meiru býður upp á vikumatseðilinn að þessu sinni sem er svo sannarlega af betri gerðinni. Guðrún er einn stofnanda verslunarinnar Kokku á Laugavegi. Verslunin selur flest sem tengist því að elda og njóta matar, en Guðrún segist alla tíð hafa haft mjög „nördalegan“ áhuga á eldhúsi og mat og veit fátt skemmtilegra að en matreiða og bera fallega fram á borð.

Guðrún Jóhannesdóttir matgæðingur með meiru býður upp á vikumatseðilinn að þessu sinni sem er svo sannarlega af betri gerðinni. Guðrún er einn stofnanda verslunarinnar Kokku á Laugavegi. Verslunin selur flest sem tengist því að elda og njóta matar, en Guðrún segist alla tíð hafa haft mjög „nördalegan“ áhuga á eldhúsi og mat og veit fátt skemmtilegra að en matreiða og bera fallega fram á borð.

Bestu samverustundir fjölskyldunnar eru í eldhúsinu og við matarborðið. Við njótum þess að matreiða saman og eiga góðar stundir þegar við snæðum saman. Við leggjum líka mikið upp úr því að leggja fallega á borð og núna þegar haustið er skollið á og það styttist óðum í veturinn ekkert hlýlegra en að prýða eldhúsið fallegum borðbúnaði í haustlitum,“ segir Guðrún.

Drauma vikumatseðillinn hennar Guðrúnar býður bragðlaukunum upp á ævintýralegt ferðalag og nú er bara að njóta. 

Mánudagur  Cannelloni fyllt með spínat

„Pasta fyllt með spínati hefur alltaf verið í uppáhaldi á mínu heimili og er uppáhaldsmatur eldri dóttur minnar. Við gerum líka oft spínatlasagna og þegar við höfum tíma, heimagert ravioli með spínatfyllingu.

Unaðslega ljúffengt cannelloni með spínatfyllingu.
Unaðslega ljúffengt cannelloni með spínatfyllingu. Ljósmynd/Sjöfn

Þriðjudagur – Laxa-taco með chili-hunangi

Mér skilst að það sé vinsælt að gera Taco á þriðjudögum. Á mínu heimili er reyndar oftar taco með nautakjöti, en ég er almennt hrifnari af fiski en kjöti svo mér líst vel á þessa uppskrift. Maðurinn minn gerir alltaf kökurnar sjálfur, enda er það auðveldara en mann grunar.

Laxa-taco með hunangs-chilli sem kemur bragðlaukunum á flug.
Laxa-taco með hunangs-chilli sem kemur bragðlaukunum á flug. mbl.is/Kristinn Magnússon

Miðvikudagur – Dýrðleg grænmetisbaka stútfull af nýju grænmeti

Við gerum oft grænmetisböku í kvöldmatinn, góð leið til að losna við afganga af grænmeti úr skúffunni. Hún er seðjandi og svo er stundum afgangur sem er tilvalinn til að taka með í nesti í vinnuna daginn eftir.

Dýrðleg grænmetisbaka stútfull af nýrri uppskeru.
Dýrðleg grænmetisbaka stútfull af nýrri uppskeru. Unsplash/Angele Kamp

Fimmtudagur  Tagine með kjúkling að hætti Marokkó

Ég er ótrúlega hrifin af Norður afrískri matargerð og það eru greinilega fleiri sammála mér því Tagine pottarnir eru ótrúlega vinsælir hjá okkur í Kokku. Svo er auðvelt að nálgast niðursoðnar sítrónur og allt krydd sem þarf hjá nágrönnum okkar í Hyalin neðst á Skólavörðustíg.

Tagine með kjúkling að hætti Marokkó sem ljúft er að …
Tagine með kjúkling að hætti Marokkó sem ljúft er að njóta. Samsett mynd

Föstudagur – Ljúffengar laxasteikur með sítrónu og hvítlauk  

Mér finnst lax alltaf góður og væri alveg til í að borða hann oftar. Mér finnst hann góður bæði bakaður, steiktur og hrár og bestur ef hann fær að njóta sín með einföldu meðlæti. Lax, sítróna og hvítvín er fullkomin blanda.“

Ljúffengar laxasteikur með sítrónum og hvítvíni sem hitta í mark.
Ljúffengar laxasteikur með sítrónum og hvítvíni sem hitta í mark. Unsplash/Melanie Andersen

Laugardagur – Lambalæri borið fram með kartöflugratíni

Það var gjarnan lambalæri á laugardagskvöldum þegar ég var að alast upp. Pabbi minn gerir besta lambalæri í heimi og það var eitt af því fyrsta sem ég lærði að elda. Þessi uppskrift er tilvalin fyrir mína fjölskyldu því báðar dæturnar eru hrifnari af kartöflugratíni en lambakjöti og sonurinn sem býr erlendis biður alltaf um lambalæri þegar hann kemur heim.

Lambalæri borið fram með gratíneruðum kartöflum hittir í mark á …
Lambalæri borið fram með gratíneruðum kartöflum hittir í mark á laugadagskvöldi. Ljósmynd/Berglind Hreiðars

Sunnudagur – Lúxus útgáfan af Egg Benedict

Það er í miklu uppáhaldi hjá mér að fá mér hleypt egg í hádeginu á sunnudögum. Oftast með reyktum laxi eða silungi og þegar Steini er í stuði þá gerir hann hollandaise sósu handa mér.

Hátíðlegur og rómantískur morgunverður, lúxus Eggs Benedict eða eins og …
Hátíðlegur og rómantískur morgunverður, lúxus Eggs Benedict eða eins og sumir kalla hann, konunglega útgáfan af Eggs Benedict. Unsplash/John Baker
mbl.is