Hundrað milljarðar dala gætu hafnað á vegg

Úkraína | 20. október 2023

Hundrað milljarðar dala gætu hafnað á vegg

Joe Biden Bandaríkjaforseti óskar eftir hernaðaraðstoð fyrir Ísrael og Úkraínu í nýjum þjóðaröryggispakka sem nemur 106 milljörðum bandaríkjadala. Aftur á móti liggur fulltrúadeild Bandaríkjaþings í hálfgerðum lamasessi, sem gerir það að verkum að krafa Bidens mun sennilega hafna á vegg.

Hundrað milljarðar dala gætu hafnað á vegg

Úkraína | 20. október 2023

Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpaði þjóð sína frá for­seta­skrif­stof­unni.
Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpaði þjóð sína frá for­seta­skrif­stof­unni. AFP

Joe Biden Bandaríkjaforseti óskar eftir hernaðaraðstoð fyrir Ísrael og Úkraínu í nýjum þjóðaröryggispakka sem nemur 106 milljörðum bandaríkjadala. Aftur á móti liggur fulltrúadeild Bandaríkjaþings í hálfgerðum lamasessi, sem gerir það að verkum að krafa Bidens mun sennilega hafna á vegg.

Joe Biden Bandaríkjaforseti óskar eftir hernaðaraðstoð fyrir Ísrael og Úkraínu í nýjum þjóðaröryggispakka sem nemur 106 milljörðum bandaríkjadala. Aftur á móti liggur fulltrúadeild Bandaríkjaþings í hálfgerðum lamasessi, sem gerir það að verkum að krafa Bidens mun sennilega hafna á vegg.

Í krónum talið nemur upphæðin 14.731 milljörðum en krafa Bidens kemur í kjölfar ræðu þar sem hann dró beina tengingu á milli innrásar Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta í Úkraínu og árás Hamas gegn Ísrael.

Ræðan var flutt með það að markmiði að sannfæra bandarísku þjóðina um að sýna forystu í alþjóðamálum og styðja bæði Ísrael og Úkraínu.

Áttræði demókratinn vildi færa rök fyrir því í ræðu sinni að þær gríðarlegu upphæðir sem hann krefst – sem innihalda um 61 milljarð dala í hernaðaraðstoð til Úkraínu og 14 milljarða til Ísrael – myndu tryggja hagsmuni Bandaríkjamanna til frambúðar.

„Heimurinn er að fylgjast með“

Aftur á móti leggur Biden fram þessa kröfu þegar fulltrúadeild Bandaríkjaþings liggur forsetalaus í lamasessi, þar sem repúblikönum, sem hafa nauman meirihluta í fulltrúadeildinni, hefur enn ekki tekist að koma sér saman um nýjan deildarforseta – eftir að hafa bolað samflokksmanni sínum Kevin McCarthy úr forsetaembætti deildarinnar.

„Heimurinn er að fylgjast með og bandaríska þjóðin býst réttilega við því að leiðtogar sínir komi saman og verði ekki til vonbrigða í þessum forgangsatriðum,“ sagði Shalanda Young, fulltrúi Hvíta hússins, í bréfi til fulltrúadeildarinnar.

Ný krafa Bandaríkjaforseta tengir fjölda ólíkra vandamála í von um að samstaða meðal Bandaríkjamanna hristi upp í þeirri ringulreið sem repúblikanar hafa skapað.

Jafnframt sendir hann repúblikönum ákveðið friðartákn í formi 6,4 milljarða fjármagnsauka til fólksflutningavandans við sunnanverð landamærin að Mexíkó – vandi sem er hægri flokknum hjartans mál.

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraeld, og Joe Biden Bandaríkjaforseti á fundi …
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraeld, og Joe Biden Bandaríkjaforseti á fundi sínum í vikunni. AFP

Níu milljarðar til Gasa

Í tillögu Bidens má einnig finna sjö milljarða dala stuðning til þess að koma í veg fyrir frekari styrkingu Kína og bandamanna þess á Kyrrahafs- og Asíusvæðinu. Auk þess má finna rúmlega níu milljarða stuðning við mannúðaraðstoð í Gasa, Úkraínu og Ísrael.

Þessar gríðarstóru upphæðir sem Biden leggur til eru tilraun til þess að styrkja dvínandi stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu með því að tengja þann stuðning við aukinn stuðning til Ísrael, sem hefur víðtækan stuðning á þinginu.

Sífellt fleiri repúblikanar – og kjósendur – eru mótfallnir auknum 43,9 milljarða dala stuðningi við Úkraínu vegna innrásar Rússa í landið, sem hófst í febrúar í fyrra.

mbl.is