Stórfelld drónaárás Rússa á Úkraínu

Úkraína | 3. nóvember 2023

Stórfelld drónaárás Rússa á Úkraínu

Rússar skutu í nótt á loft 40 drónum í stórfelldri árás á borgir í Úkraínu að sögn Volodimír Selenskí, forseta Úkraínu.

Stórfelld drónaárás Rússa á Úkraínu

Úkraína | 3. nóvember 2023

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu.
Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu. AFP

Rússar skutu í nótt á loft 40 drónum í stórfelldri árás á borgir í Úkraínu að sögn Volodimír Selenskí, forseta Úkraínu.

Rússar skutu í nótt á loft 40 drónum í stórfelldri árás á borgir í Úkraínu að sögn Volodimír Selenskí, forseta Úkraínu.

Forsetinn segir í færslu á samfélagsmiðlum að meira en helmingur drónanna hafi verið skotnir niður af flugher Úkraínu en Rússar hafa hert mjög sókn sín á innviði í Úkraínu.

Selenskí segir að rússnesku drónunum hafi verið skotið á loft á tíu svæði, þar á meðal á Kharkiv og Zaporizhzhia, höfuðborgina Kænugarð og Lviv í vesturhluta landsins.

Enginn lést í drónaárás Rússa en talsverðar skemmdir urðu á íbúðarhúsum á nokkrum svæðum að sögn úkraínskra embættismanna. 

„Við gerum okkur grein fyrir því að þegar veturinn nálgast munu rússneskir hryðjuverkamenn reyna að valda meiri skaða. Við munum bregðast við óvininum af krafti," segir Selenskí.

mbl.is