Dregur athygli frá stríðinu í Úkraínu

Úkraína | 4. nóvember 2023

Dregur athygli frá stríðinu í Úkraínu

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði fyrr í dag að stríðið á milli Ísraels og og hryðjuverkasamtakanna Hamas hefði stolið athyglinni frá stríðinu í Úkraínu og að það væri einmitt markmið rússneskra stjórnvalda.

Dregur athygli frá stríðinu í Úkraínu

Úkraína | 4. nóvember 2023

Selenskí fundaði í dag með Ursula Von Der Leyen.
Selenskí fundaði í dag með Ursula Von Der Leyen. AFP/Anatolii Stepanov

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði fyrr í dag að stríðið á milli Ísraels og og hryðjuverkasamtakanna Hamas hefði stolið athyglinni frá stríðinu í Úkraínu og að það væri einmitt markmið rússneskra stjórnvalda.

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði fyrr í dag að stríðið á milli Ísraels og og hryðjuverkasamtakanna Hamas hefði stolið athyglinni frá stríðinu í Úkraínu og að það væri einmitt markmið rússneskra stjórnvalda.

„Auðvitað er ljóst að stríðið í Mið-Austurlöndum, þessi átök, eru að fjarlægja athyglina,“ sagði Selenskí á blaðamannafundi með Ursula Von Der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB.

Selenskí hélt blaðamannafund með Ursula Von Der Leyen.
Selenskí hélt blaðamannafund með Ursula Von Der Leyen. AFP/Anatolii Stepanov

Stríðið ekki búið að staðna

Hann hafnaði því svo alfarið að stríð Úkraínu við Rússa hefði staðnað, spurður út í það. Víglínan í stríðinu hefur lítið færst til síðasta árið og einn háttsettur úkraínskur embættismaður varaði við því í vikunni að átökin væru stöðnuð.

„Mikill tími er liðinn, fólk er þreytt... En þetta er ekki pattstaða,“ sagði Selenskí á blaðamannafundinum.

Hann hafnaði því einnig að vestræn ríki væru að þrýsta á hann um að hefja samningaviðræður við Rússa, í ljósi fregna þess efnis að bandarískir embættismenn og ESB-ríkin hefðu rætt við stjórnvöld í Úkraínu um hvað slíkar viðræður myndu hafa í för með sér.

„Engin af vinaþjóðum okkar er að þrýsta á okkur um að setjast niður með Rússlandi, tala við þá eða gefa þeim eitthvað,“ sagði Selenskí.

mbl.is