Kastalinn sem þarfnast ástar kominn á sölu

Heimili | 7. nóvember 2023

Kastalinn sem þarfnast ástar kominn á sölu

Fólk sem ferðast um Vestfirði kemst ekki hjá því að keyra fram hjá Kastalanum eins og húsið er oft kallað. Það er staðsett við botn Ísafjarðardjúps. Um er að ræða gamalt og fallegt steinhús sem byggt var árið 1928. Það er 94 fm að stærð og er á tveimur hæðum. 

Kastalinn sem þarfnast ástar kominn á sölu

Heimili | 7. nóvember 2023

Húsið stendur á áberandi stað við Ísafjarðardjúp. Núverandi eigendur skiptu …
Húsið stendur á áberandi stað við Ísafjarðardjúp. Núverandi eigendur skiptu um glugga og steyptu upp svalir á þaki. Ljósmynd/Fasteignasala Vestfjarða

Fólk sem ferðast um Vestfirði kemst ekki hjá því að keyra fram hjá Kastalanum eins og húsið er oft kallað. Það er staðsett við botn Ísafjarðardjúps. Um er að ræða gamalt og fallegt steinhús sem byggt var árið 1928. Það er 94 fm að stærð og er á tveimur hæðum. 

Fólk sem ferðast um Vestfirði kemst ekki hjá því að keyra fram hjá Kastalanum eins og húsið er oft kallað. Það er staðsett við botn Ísafjarðardjúps. Um er að ræða gamalt og fallegt steinhús sem byggt var árið 1928. Það er 94 fm að stærð og er á tveimur hæðum. 

Á lóðinni er geymsluhús og hlaða sem er hálfhrunin en hún er skráð 72,3 fm. Eignin stendur á 2.500 fm leigulóð og gildir leigusamningur til 14. júní 2041. 

MatthiasTroost og ClaudiaTroost festu kaup á Kastalanum árið 2011 og hafa síðan þá skipt um glugga í húsinu og einnig steypt svalir ofan á þakið. Nú eru þau hins vegar búin að setja húsið á sölu.  

Á lóðinni er hálfhrunin hlaða.
Á lóðinni er hálfhrunin hlaða. Ljósmynd/Fasteignasala Vestfjarða

„Arngerðareyri er eyðibýli yst í Ísafirði í botni Ísafjarðardjúps á Vestfjörðum. Djúpvegur liggur fram hjá húsinu upp á Steingrímsfjarðarheiði. Húsið sem enn stendur er reisulegt steinhús í kastalastíl. Það var upphaflega byggt fyrir kaupfélagsstjórann í Kaupfélagi Nauteyrarhrepps og í húsinu var frá fyrstu tíð rennandi vatn og vatnssalerni. Þar var verslun, „umferðarmiðstöð“, símstöð og skóli. Verslun hófst á Arngerðareyri í kringum 1884 í eigu Ásgeirssens kaupmanns á Ísafirði og í umsjón Ásgeirs Guðmundssonar bónda á Arngerðareyri. Djúpbáturinn sigldi frá Arngerðareyri til Ísafjarðar á meðan engir eða illfærir vegir voru um Ísafjarðardjúp. Arngerðareyri fór í eyði 1966,“ segir um húsið í fasteignaauglýsingu. 

Bæjarstæðið er afar fallegt og heillandi.
Bæjarstæðið er afar fallegt og heillandi. Ljósmynd/Fasteignasala Vestfjarða

Hægt er að skoða Kastalann betur HÉR. 

mbl.is