Hafdís selur 103 milljóna hús á Selfossi

Heimili | 22. nóvember 2023

Hafdís selur 103 milljóna hús á Selfossi

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi og fyrrverandi eiginmaður hennar, Andri Björgvin Arnþórsson lögmaður, hafa sett parhús sitt á sölu. Vísir.is greindi frá því. 

Hafdís selur 103 milljóna hús á Selfossi

Heimili | 22. nóvember 2023

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins hefur sett hús sitt á …
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins hefur sett hús sitt á sölu. Samsett mynd

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi og fyrrverandi eiginmaður hennar, Andri Björgvin Arnþórsson lögmaður, hafa sett parhús sitt á sölu. Vísir.is greindi frá því. 

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi og fyrrverandi eiginmaður hennar, Andri Björgvin Arnþórsson lögmaður, hafa sett parhús sitt á sölu. Vísir.is greindi frá því. 

Um er að ræða 197 fm hús sem byggt var 2022. Fyrrverandi hjónin festu kaup á húsinu í júlí í sumar og hafa því einungis búið þar í fjóra mánuði. Húsið er staðsett á Selfossi og er í nýju íbúðahverfi sem er að rísa í bæjarfélaginu. Húsið er úr timbri og klætt að utan með 2 mm sléttri álklæðningu. 

Eldhúsið er opið inn í stofu og loftar vel á milli herbergja. Dökk innrétting prýðir eldhúsið og er borðplatan í ljósum lit. 

Í húsinu er hjónasvíta með sér baðherbergi og fataherbergi. 

Af fasteignavef mbl.is: Björkurstekkur 12

mbl.is