Stuðningur við Úkraínu gæti þurrkast út

Úkraína | 4. desember 2023

Stuðningur við Úkraínu gæti þurrkast út

Yfirmaður fjárlagskrifstofu Hvíta hússins varaði bandaríska þingið við því í dag að ef ekki yrði samið um nýtt fjármagn til Úkraínu fyrir árslok hefði það alvarlegar afleiðingar fyrir Úkraínu.

Stuðningur við Úkraínu gæti þurrkast út

Úkraína | 4. desember 2023

Shalanda Young.
Shalanda Young. AFP

Yfirmaður fjárlagskrifstofu Hvíta hússins varaði bandaríska þingið við því í dag að ef ekki yrði samið um nýtt fjármagn til Úkraínu fyrir árslok hefði það alvarlegar afleiðingar fyrir Úkraínu.

Yfirmaður fjárlagskrifstofu Hvíta hússins varaði bandaríska þingið við því í dag að ef ekki yrði samið um nýtt fjármagn til Úkraínu fyrir árslok hefði það alvarlegar afleiðingar fyrir Úkraínu.

„Ég vil hafa það á hreinu að án aðgerða þingsins munum við í lok ársins verða uppiskroppa með fjármagn til að útvega fleiri vopn og búnað fyrir Úkraínu,“ skrifaði Shalanda Young í bréfi til forseta bandarísku fulltrúadeildarinnar.

„Þetta er ekki vandamál næsta árs. Tíminn til að hjálpa Úkraínu í baráttunni gegn yfirgangi Rússa er núna. Það er kominn tími til að þingið bregðist við,“ segir Young ennfremur.

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, óskaði eftir því við þingið í október að samþykkja 106 milljarða dollara í þjóðaröryggisfjármögnun, þar á meðal stuðning við Úkraínu og stríð Ísraela gegn Hamas-hryðjuverkasamtökunum. 

Þingið lamað í marga mánuði

En þingið hefur verið lamað í marga mánuði vegna innanhúsátaka Repúblikana, þar sem harðir hægri þingmenn eru sérstaklega á móti allri frekari aðstoð til Úkraínu þegar stríðið dregst á langinn.

Úkraínumenn hafa þrýst mjög á auka erlenda aðstoð þar sem rússneskar hersveitir hafa hert árásir sínar á austurhluta Úkraínu.

mbl.is