Undirhershöfðingi Rússa lætur lífið

Úkraína | 4. desember 2023

Undirhershöfðingi Rússa lætur lífið

Undirhershöfðingi Rússa lét lífið í Úkraínu. Orsökin er enn óljós, en samkvæmt heimildum AFP-fréttaveitunnar á Vladimir Zavadsky, undirhershöfðinginn að hafa stigið á jarðsprengju.

Undirhershöfðingi Rússa lætur lífið

Úkraína | 4. desember 2023

Úkraínskur hermaður sem missti fótinn sinn eftir að hafa stigið …
Úkraínskur hermaður sem missti fótinn sinn eftir að hafa stigið á jarðsprengju. AFP/Sergey Bobok

Undirhershöfðingi Rússa lét lífið í Úkraínu. Orsökin er enn óljós, en samkvæmt heimildum AFP-fréttaveitunnar á Vladimir Zavadsky, undirhershöfðinginn að hafa stigið á jarðsprengju.

Undirhershöfðingi Rússa lét lífið í Úkraínu. Orsökin er enn óljós, en samkvæmt heimildum AFP-fréttaveitunnar á Vladimir Zavadsky, undirhershöfðinginn að hafa stigið á jarðsprengju.

Þá segja sömu heimildir að jarðsprengjan hafi verið fjarri framvarðalínu átakanna og því mögulega verið sett niður af rússneskum hermönnum. 

„Harmi sleginn. Undirhershöfðinginn Vladimir Zavadsky, skipaður yfirmaður 14. herdeildar Norðurflotans, lét lífið við störf,“ sagði landstjóri Voronezh, Alexander Gustav, á samskiptamiðlinum Telegram. 

Þá gaf hann ekki upp orsök dauðans. 

mbl.is