Hilmir Snær býr í húsi FÍL við Lindargötu

Heimili | 7. desember 2023

Hilmir Snær býr í húsi FÍL við Lindargötu

Einn ástsælasti leikari þjóðarinnar, Hilmir Snær Guðnason, býr í húsi við Lindargötu í Reykjavík sem er í eigu Félags íslenskra listamanna. Hilmir Snær virðist ekki vera með þinglýstan leigusamning við FÍL ef marka má opinber gögn. 

Hilmir Snær býr í húsi FÍL við Lindargötu

Heimili | 7. desember 2023

Hilmir Snær Guðnason býr í húsi FÍL við Lindargötu 6 …
Hilmir Snær Guðnason býr í húsi FÍL við Lindargötu 6 í Reykjavík. mbl.is/Arnþór

Einn ástsælasti leikari þjóðarinnar, Hilmir Snær Guðnason, býr í húsi við Lindargötu í Reykjavík sem er í eigu Félags íslenskra listamanna. Hilmir Snær virðist ekki vera með þinglýstan leigusamning við FÍL ef marka má opinber gögn. 

Einn ástsælasti leikari þjóðarinnar, Hilmir Snær Guðnason, býr í húsi við Lindargötu í Reykjavík sem er í eigu Félags íslenskra listamanna. Hilmir Snær virðist ekki vera með þinglýstan leigusamning við FÍL ef marka má opinber gögn. 

Þegar blaðamaður spurðist fyrir um búsetu Hilmis Snæs í húsinu sagði Hrafnhildur Theodórsdóttir, framkvæmdastjóri FÍL, að tvær íbúðir í húsinu hafi verið í útleigu í áratugi á almennum leigumarkaði. Hún tók það fram að þær væru auglýstar þegar þær losnuðu.

Félag íslenskra listamanna, FÍL, er með aðsetur í húsinu en félagið heldur utan um kaup og kjör leikara, dansara, danshöfunda, leikmynda-og búningahönnuða, söngvara og listnema í sviðslistum og eru félagar um 500 talsins. 

Í gögnum um Lindargötu 6 kemur fram að tveir ótímabundnir húsaleigusamningar séu í gildi. Annar er frá árinu 2016 og hinn frá árinu 2008. Annar samningurinn er skráður á nafngreinda konu sem er með lögheimili í húsinu og hinn er skráður á nafngreinda konu sem er ekki með lögheimili í húsinu. 

Húsið við Lindargötu er skráð 301,3 fm einbýli og hefur verið í eigu FÍL síðan 19. júní 1992. 

mbl.is