Óskar og Vala fundu ástina

Ný pör | 12. desember 2023

Óskar og Vala fundu ástina

Tónlistarmaðurinn Óskar Logi Ágústsson og útvarpskonan síkáta Valdís Eiríksdóttir, oftast kölluð Vala Eiríks, eru nýjasta par landsins. DV greinir frá sambandi þeirra Óskars og Völu. 

Óskar og Vala fundu ástina

Ný pör | 12. desember 2023

Óskar Logi Ágústsson á tónlistarhátíðinni Heima í Hafnarfirði. Vala í …
Óskar Logi Ágústsson á tónlistarhátíðinni Heima í Hafnarfirði. Vala í stuði í vinnunni. Samsett mynd

Tónlistarmaðurinn Óskar Logi Ágústsson og útvarpskonan síkáta Valdís Eiríksdóttir, oftast kölluð Vala Eiríks, eru nýjasta par landsins. DV greinir frá sambandi þeirra Óskars og Völu. 

Tónlistarmaðurinn Óskar Logi Ágústsson og útvarpskonan síkáta Valdís Eiríksdóttir, oftast kölluð Vala Eiríks, eru nýjasta par landsins. DV greinir frá sambandi þeirra Óskars og Völu. 

Vala er ein skemmtilegasta útvarpskona landsins en hún starfar á Bylgjunni. Hún er einnig góð söngkona. Ofan á allt þetta státar hún af því að hafa unnið danskeppnina Allir geta dansað sem var sýnd á Stöð 2 fyrir nokkrum árum. 

Óskar Logi er leiðtogi rokkhljómsveitarinnar The Vintage Caravan, sem hann stofnaði 12 ára gamall en hann er gítarleikari, söngvari, texta- og lagahöfundur. Hljómsveitin spilar mikið erlendis þar sem hún á góðan aðdáendahóp. Árið 2021 var Óskar sæmdur Gullnöglinni. Viðurkenningin er veitt einstaklingi sem hefur lagt mikið af mörkum í gítarleik á Íslandi og hafa meðal annars Gunnar Þórðarson og Bubbi Morthens hlotið Gullnöglina. 

Smartland óskar parinu til hamingju með að hafa fundið hvort annað!

mbl.is